Nýtum sóknarfærin

26.Febrúar'09 | 18:58

Árni Árna

Fyrirtæki og heimili í landinu er í fjárhagslegu svelti og eru búin að vera það síðan bankakerfið hrundi í haust. Fyrirtæki fá ekki fyrirgreiðslu með tilheyrandi samdrætti, uppsögnum og atvinnuleysi. Keðjuverkandi áhrifin skila sér inn á heimilin í landinu og fjölskyldur missa tökin.
Vonbrigði
Á meðan samfélagið blæðir hefur núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna eytt dýrmætum tíma í eitt verkefni, að reka einn mann, Davíð Oddson seðlabankastjóra. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru með eindæmum og verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum með Jóhönnu Sigurðardóttir sem forsætisráðherra. Ég taldi hana í meiri tengingu við alþýðuna í landinu en raun ber vitni.

Hvað svo ?
Atvinnuleysi er ríkjandi í samfélaginu, vextirnir, verðtryggingin og stýrivextirnir með þeim hætti að almenningur ræður ekki afborganir. Frumvarp um gjaldþrot og tveggja ára kröfuskyldu í stað tíu ára, er blekkingin ein. Eina sem almenningi er lofað er að búa í húsnæði sínu í eitt ár eftir að hafa misst það, hvað svo?

Aldrei setið heilt kjörtímabil
Bankastofnirnar eru en óstarfhæfar og einu breytingarnar sem hafa átt sér stað eru endalausar breytingar á stjórnarmönnum, almenningur er látinn bíða. Fjöldi einstaklinga bíða með góðar og fullmótaðar hugmyndir að nýsköpun, sprotafyrirtækjum og öðrum lausnum og sjá tækifæri í kreppunni sem skapa atvinnu og gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Svör bankanna eru öll á einn veginn, enda kannski ekki von á öðru þar sem vinstri stjórnir hafa aldrei í sögu íslenskrar stjórnmálasögu ráðið við stjórnartaumana, hvað þá setið heilt kjörtímabil.

Lífskjör og stöðugleiki
Ísland þarf ríkisstjórn sem lætur til sín taka og vinnur hratt og örugglega að samfélagslegum úrbótum. Við stöndum frammi fyrir breyttu landslagi í stjórnmálum og þurfum breytingar, bæði hvað þingmenn varðar, sem og málefnalegar breytingar. Í vor þarf Sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram traustum og sterkum einstaklingum á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum. Framboðslistum sem sanna vilja okkar til athafna til að reisa nýtt regluverk og nýtt samfélag byggt á traustum grunni þeirra gilda sem Ísland stendur fyrir. Þrátt fyrir smæð okkar búum við að miklum auðlindum bæði til sjávar og sveita. Nýtum sóknarfærin og búum í samfélagi þar sem lífskjör og stöðuleiki er hafður að leiðarljósi.

Árni Árnason, blaðamaður í Reykjanesbæ
sækist eftir 4.sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%