800 milljónir fyrir gulldeplu

26.Febrúar'09 | 09:53

Kap ve VSV

ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI gulldepluafurða er nú orðið um 800 milljónir króna að mati Stefáns Friðrikssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, að því er fram kemur á heimasíðu LÍÚ. Stefán telur að reikna megi með 25-26 þúsund krónum fyrir tonnið af útfluttum afurðum en fiskurinn er unninn í mjöl og lýsi.

Alls voru í gær um 31.600 tonn af gulldeplu komin á land. Tæpum helmingi aflans hefur verið landað í Eyjum, en talsverðu hefur einnig verið landað á Akranesi, í Keflavík og á Eskifirði.

Síðustu daga hafa sjö skip verið að gulldepluveiðum um 130 mílur suður af Eyjum; Huginn, Guðmundur, Kap, Hoffell, Birtingur, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds. Eftir leiðindabrælu lagaðist veður eftir hádegi í gær og köstuðu skipin þá á mjög góðar lóðningar. Þær upplýsingar fengust um borð í Hugin að lóðningarnar hefðu verið sterkar og jafnvel sterkari en í Grindavíkurdýpi í síðasta mánuði.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.