Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 5.-7. mars 2009

25.Febrúar'09 | 06:49

Samfylking

Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi verður haldið 5.-7. mars 2009. Þrettán hafa gefið kost á sér, 9 karlar og 4 konur, og frambjóðendunum situr einn þegar á þingi.
Frambjóðendur og þau sæti sem þeir gefa kost á sér í, eru eftirfarandi samkvæmt tilkynningu frá samfylkingunni:


Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður, Selfossi - 1. sæti
Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ - 1. sæti
Guðrún Erlingsdóttir sérfræðingur í kjaramálum, Vestmannaeyjum - 1.-2. sæti
Anna Margrét Guðjónsdóttir forstöðumaður, Brussel - 1.-3. sæti
Andrés Sigurvinsson verkefnisstjóri, Selfossi - 1.-4. sæti
Oddný Guðbjörg Harðardóttir bæjarstjóri, Garði - 2. sæti
Róbert Marshall aðstoðarmaður samgönguráðherra, Reykjavík - í 2.-3. sæti
Þóra Þórarinsdóttir fyrrum ritstjóri, Selfossi - 2.-3. sæti
Árni Rúnar Þorvaldsson grunnskólakennari, Höfn - 2.-4. sæti
Páll Valur Björnsson nemi, Grindavík - 3.-4. sæti
Hilmar Kristinsson formaður Uglu - UJ á Suðurnesjum, Reykjanesbæ - 4. sæti
Lúðvík Júlíusson sjómaður, Sandgerði - 4. sæti
Hjörtur Magnús Guðbjartsson framkvæmdastjóri og nemi, Reykjanesbæ - 5. sæti.

Kosning fer fram frá kl 06:00 þann 5. mars til kl 18:00 þann 7. mars 2009.
Kosningarétt hafa allir sem eru á íbúaskrá í Suðurkjördæmi þann 1.
mars og verða orðnir 18 ára þegar Alþingiskosningar fara fram þann 25.
apríl.


Kosning fer fram á nettengdum tölvum. Kjósa skal 5 frambjóðendur og raða þeim í sæti með númerum. Fá má nánari upplýsingar um kosningafyrirkomulag á www.samfylking.is

Sameiginlegir kynningarfundir verða sem hér segir:

28. febrúar laugardagur kl. 12 - Súpufundur í Alþýðuhúsinu Vestmannaeyjum

1. mars sunnudagur kl. 12 - Súpufundur á Kaffihorninu Höfn

4. mars miðvikudagur kl. 20 - Hvíta Húsið Selfossi

5. mars fimmtudagur kl. 20 - Ráin Reykjanesbæ

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).