Börnin fengu stúdíómyndatöku hjá SmartMedia í dag

25.Febrúar'09 | 18:06
Gríðarlegur fjöldi barna var á ferli í miðbænum í Vestmannaeyjum í dag enda öskurdagur og fóru krakkarnir á milli fyrirtækja og sungu fyrir sælgæti og annað góðgæti.

Strákarnir í SmartMedia ákváðu í dag að prufukeyra ljósmyndastúdíó fyrirtækissins og tóku þeir myndir af krökkunum sem lögðu leið sína til þeirra. Voru börnin svo leist út með sælgæti eftir myndatökuna hjá strákunum.  

Kúrekar, Magnús bóndi, nornir, unga börn, hermenn og aðrar furðuverur kíktu við og fengu teknar myndir af sér í tilefni dagsins.

Myndirnar frá öskudeginum má sjá hér
 
-ATH myndirnar eru óunnar af hálfu SmartMedia, enda einungis til gamans gert að ná myndum af þessum skemmtilega atburði.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.