Bæjarráð samþykkir að afskrifa 21 milljón króna skuld ÍBV

25.Febrúar'09 | 06:58

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í gær og var að venju mörg mál á dagskrá eða allt frá umræðum um byggingu áhorfendastúku við Hásteinsvöll upp í viðræður bæjarstjóra við heilbrigðisráðherra um stöðu Heilbrigðistofnunar Vestmannaeyja.

Bæjarstjóri gerð grein fyrir fundi sem hann átti með heilbrigðisráðherra og fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem lýst hafa vilja til að taka upp viðræður við heilbrigðisráðuneytið um gerð þjónustusamnings um rekstur heilbrigðisstofnanna. Fundurinn var fyrst og fremst upplýsingafundur þar sem ráðherra hlustaði eftir hugmyndum sveitarstjórnarmanna. Fram kom í máli bæjarstjóra að heilbrigðisráðherra hygði á heimsókn til Vestmannaeyja m.a. til að ræða sértæk málefni Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja.

Bæjarráð ítrekar það sem áður hefur komið fram um vilja til að taka upp viðræður um gerð þjónustusamnings um rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Megin markmið slíks samnings væri að standa vörð um þjónustu stofnunarinnar. Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir því að heimsókn ráðherra verði eins fljót og verð má enda er öll óvissa um þessa mikilvægu stofnun afar bagaleg og hreint skaðleg fyrir starfsemi hennar, starfsfólk og þjónustuþega.

Fyrirheit um byggingu áhorfendastúku við Hásteinsvöll væru marklaus í núverandi ástandi
Bæjarráð tók fyrir afrit af bréfi ÍBV til Knattspyrnusambands Íslands dagsett þann 17.febrúar síðastliðinn. Vestmannaeyjabær fagnar þeim skilningi sem ÍBV íþróttafélag hefur á rekstrarlegri stöðu Vestmannaeyjabæjar. Uppbygging á íþróttaaðstöðu seinustu ár hefur verið ævintýraleg. Í Vestmannaeyjum eru nú 4 grasvellir, einn malavöllur, þrír stórir íþróttasalir, einn minni æfingasalur, 25 metra keppnislaug, 18 holu golfvöllur og áfram mætti telja. Í gangi eru framkvæmdir við útivistarsvæði sundlaugar og knattspyrnuhús sem vonandi verður tilbúið til notkunar 2009. Í núverandi efnahagsumhverfi getur Vestmannaeyjabær ekki gefið framkvæmdarloforð hvað stúku byggingu varðar. Öllum má ljóst vera að slík fyrirheit væru algerlega marklaus.

Í fyrirliggjandi bréfi tilkynnir ÍBV að stefnt sé að því að skipuð verði sérstök bygginganefnd með sjálfstæðan fjárhag til að fara með málefni fyrirhugaðrar stúkubyggingar.

Bæjarráð lýsir sig viljugt til að beita sér fyrir framgangi þessa máls í samræmi við það sem fram kemur í bréfinu. Þannig telur bæjarráð koma til greina að Vestmannaeyjabær greiði þau opinberu gjöld sem til falla við stúkubyggingu og leggja til aðstoð umhverfis og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar við undirbúning framkvæmdarinnar. Slíkt verður þó alltaf sjálfstæð ákvörðun þegar þar að kemur.

Skuld ÍBV vegna íbúða við Áshamar 75 felld niður
Bæjarráð samþykkir að afskrifa viðskiptaskuld ÍBV upp á 21.482.194 kr. Bæjarráð vill einnig nota tækifærið og fagna þeirri sterku viðleitni sem ÍBV hefur sýnt á seinustu misserum til að bæta fjárhagslegan rekstur félagsins. Einungis með ábyrgum rekstri næst sá trúverðugleiki sem er nauðsynlegur til að blómlegt starf og frábær árangur ÍBV fái áfram viðgengist.
Bæjarráð felur bæjarstjóra einnig að ganga frá leigusamningi um þær fimm íbúðir sem Vestmannaeyjabær á og ÍBV er með til umráða í Áshamri 75.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.