Fjölmennur og góður fundur VG í Vestmannaeyjum

24.Febrúar'09 | 10:47
Frambjóðendur til efstu sæta VG í Suðurkjördæmi héldu opinn kynningarfund á Kaffi Kró í Vestmannaeyjum gærkvöldi (23. feb). Sex frambjóðendur sem gefið hafa kost á sér í sæti 2-5 komu til Eyja og kynntu sig og sín sjónarmið á fundinum. Atli Gíslason þingmaður VG í Suðurkjördæmi átti því miður ekki heimangengt vegna anna á Alþingi en hann nýtur óskoraðs trausts til að leiða framboðslistann í kosningunum 25. apríl nk.
Fundinn sóttu rúmlega 30 manns og voru umræður fjörugar, málefnalegar og sýna að mikill áhugi er meðal Eyjamanna á stefnu og framgangi Vinstri grænna. Kynningarfundir frambjóðendanna hafa að undanförnu verið haldnir um Suðurkjördæmið vítt og breytt og í kjölfarið hefst síðan póstkosning um skipun efstu sætanna.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.