Vinstri græn efna til kynningarfunda

23.Febrúar'09 | 08:46
Á aðalfundi Kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi hinn 31. jan . sl. var samþykkt að viðhafa forval um skipan efstu sæta í lista hreyfingarinnar við alþingiskosningarnar 25. apríl nk. Í komandi viku fá allir félagar í VG í Suðurkjördæmi senda kjörseðla og þá fer fram fer póstkosning. Frá því á föstudag hafa frambjóðendur í efsti sæti listans í sameiningu heimsótt félög í kjördæminu og kynnt sig

Á mánudagskvöld er komið að fundi hér í Vestmannaeyjum og verður hann haldinn á Kaffi Kró kl. 20:00. Á fundin koma þeir sem bjóða sig fram í efstu sæti listans og þar gefst Vestmannaeyingum tækifæri til að kynnast þeim og ræða við þá. Eyjakonan Jórunn Einarsdóttir er meðal frambjóðenda og hefur gefið kost á sér í 2. sæti framboðslistans. Fundurinn er öllum opinn.
Stjórn VG í Vestmannaeyjum

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.