EYJAMENN OG AÐRIR Í PRÓFKJÖRS HUGLEIÐINGUM.

23.Febrúar'09 | 09:10

Þorkell

Nú eykst spennan dag frá degi vegna komandi alþingis kosninga.

Hér í Suðurkjördæmi gengur mikið á, allavega á bak við tjöldin og í skúmaskotum flokkanna.

 

Framsókn virðist í mikilli framsókn, ef marka má þá sem sækja fastast eftir fyrsta sætinu hjá þeim. 

Fyrstan skal nefna Sævar Ciesielski, sem ég tel að öllum hinum ólöstuðum vera góður kostur fyrir flokkinn og kæmi mér það ekki á óvart að hann kæmi mest á óvart í komandi kosninga baráttu.

Að sjálfsögðu vill ég fá Eyjakonu í annað sæti flokksins og þar fer fremst meðal framsóknar kvenna Eygló Harðardóttir.
Hún hefur sýnt mikla djörfung á þingi, svo enginn þarf að fara í neinar grafgötur með það, að hún rennur inn á þing.

Nú þá er komið að Sjálfrenniflokknum og þar er aðeins einn maður alveg "baneitraður" sem leitt getur flokkinn til mikils sigurs,sjálfur "eiturnaglinn" Árni Johnsen.
Það fara ekki allir í buxurnar hans, enda ný kominn frá Póllandi,þar sem hann skildi eftir ein 16 kíló og fór létt með að lyfta þeim "upp," Gunnari krossfara og Súlu Geira.
Enginn vafi er í mínum huga, að Árni mun ná fylgi langt út fyrir endimörk Flokksins.

Kona frá Eyjum skal einnig verða á meðal þeirra sem inn á alþingi mun komast frá Sjálfrenniflokknum og á ég þar við hana, Írisi Róberts.
Hún er bráð hugguleg kona sem mundi ábyggilega sóma sér vel innan um "stóðið í "flokknum".

Hrossa læknirinn, sem verið hefur í fyrsta sæti flokksins á enga möguleika á að komast á listann og verður að gera sér að góðu að éta það sem úti frýs.

Í fyrsta sæti hjá Hægri-Vinstri gramir nú, spái ég að verði Rauðskinni, sem nýlega er kominn til landsins og hann ásamt kjarna konu úr Eyjum auðvitað í annað sæti listans, Jórunni Einars,sem flúin er til Kópavogs.

Samfó kemur næstur og sakna ég þar baráttu mannsins mikla og karamellu-kappans, sem nú situr dapur heima og starir róðu rósina á, Lúðvík í skammar króknum.
Eyja maður á að sjálfsögðu að verma fyrsta sæti listans og kemur þar bara einn til greina Páll Scheving, harðduglegur bardaga maður, sem hefur á síðastu tæpum þremur árum velgt meiri hluta Sjálfrenniflokksins undir uggum í bæjarstjórn Eyjanna.

"Frjálslyndir allra handa" eru vart á vetur setjandi þar sem nú herjar einhvers konar innanmein í flokki þeirra. Bloggvinur minn Georg vill verma annað sæti listans, en með allri virðingu fyrir honum verð ég að segja, að ég er logandi hræddur um það, að flokkurinn deyi út og heyri sögunni til eftir kosningar.

Ekki efast ég um, að allt það góða fólk, sem á listanna velst og kemst á þing verður ekki of sælt af þingmanns laununum. Og hvers vegna dreg ég þá ályktun, jú fjórmenninga klíkan í Ráðhúsi Vestmannabæjar fúlsaði við því,að fara fram fyrir Sjálrenniflokkinn í vor.

Vonandi kjósa allir rétt?

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.