Eyjamenn í framboði á öllum stöðum

22.Febrúar'09 | 12:56

Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Á næstu vikum munu stjórnmálaflokkarnir í suðurkjördæmi ákveða hverjir það eru sem skipa framboðslista þeirra í komandi kosningum og eru eyjamenn og konu í framboði til forustu í öllum flokkum.

Samfylkingin stendur fyrir netprófkjöri þann 7.mars og verður þar valið í fimm efstu sætin á framboðslista flokksins. Róbert Marshall býður sig fram í annað sætið á lista Samfylkingarinnar en hann var við síðustu kosningar í þriðja sæti Samfylkingarinnar og hefur verið að undanförnu aðstoðarmaður Samgönguráðherra.

Vinstri Grænir verða með forval í fyrstu fimm sætin á sínum framboðslista en kostið verður þann 25.febrúar og eru kjörgengir allir félagsmenn VG í suðurkjördæmi og er miðað við að búið sé að skrá sig í VG þann 19.febrúar.  Eyjakonan Jórunn Einarsdóttir gefur kost á sér í 2.sætið á lista VG en Jórunn skipaði 6.sætið hjá VG í síðustu Alþingiskosningum.

Framsóknarflokkurinn verður með póstkosningu og verða atkvæðaseðlar sendir út í lok febrúar og úrslit kynnt 7.mars. Eygló Harðardóttir gefur kost á sér í fyrsta sætið á lista framsóknarmanna en Eygló var í upphafi núverandi kjörtímabils varaþingmaður Framsóknarflokksins en þegar Guðni Ágústsson hvarf af braut stjórnmálanna settist Eygló á hið háa Alþingi.

Eyjar.net hefur ekki heimildir um það hvort Frjálslyndi flokkurinn hafi ákveðið hvernig val á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. Georg Eiður Arnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.sætið á framboðslista Frjálslynda flokksins fyrir komandi kosningar.

Sjálfstæðisflokkurinn í suðurkjördæmi stendur fyrir prófkjöri þann 14.mars næstkomandi. Í dag hafa þrír eyjamenn tilkynnt framboð, Árni Johnsen hefur gefið það út að hann gefi kost á sér til forystu á lista sjálfstæðisflokksins, Grímur Gíslason hefur gefið út að hann ætli í framboð en ekki er búið að tilkynna í hvaða sæti Grímur stefnir. Svo tilkynnti Írís Róbertsdóttir það í vikunni að hún stefndi á 4.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins.

Ef að líkum lætur verða átta eyjamenn sem taka þátt í prófkjörum, forvali eða póstkosningunum fyrir komandi kosningar og er það vel.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.