13 tilkynningar vegna vanrækslu barna í janúar

20.Febrúar'09 | 06:31

ráðhús ráðhúsið

Fjölskyldu- og tómstundaráð fundaði síðastliðinn miðvikudag og meðal þeirra mála sem lá fyrir ráðinu að þessu sinni var sískráning barnaverndarmála og reglur um fjárhagsaðstoð frá Vestmannaeyjabæ.

Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í janúar 2009 bárust tilkynningar vegna 32 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 13, vegna ofbeldis 4 og vegna áhættuhegðunar barns 19 talsins.

Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar.
Framkvæmdastjóri og yfirfélagsráðgjafi leggja fram endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar. Í endurskoðuðum reglum er m.a. lögð til hækkun á grunnupphæð fjárhagsaðstoðar (11. gr.), hækkun viðmiðunarmarka varðandi greiðslu til sérfræðinga (17. gr.) og hækkun viðmiðunarmarka vegna styrks eða láns til fyrirframgreiðslu húsaleigu og til tryggingar húsaleigu (18. gr.). Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir framlagðar endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð. Við þessa samþykkt getur fjárhagsaðstoð til einstaklinga 18 ára og eldri numið allt að kr. 113.455.- á mánuði í stað kr. 95.094.- Viðmiðunarmörk vegna aðstoðar greiðslu sérfræðiaðstoðar fara úr kr. 55.000.- á ári í kr. 70.000.- og viðmiðunarmörk vegna styrks eða láns til fyrirframgreiðslu húsaleigu og til tryggingar húsaleigu fer úr kr. 60.000.- til einstaklinga í kr. 120.000.-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.