Landinn sækir aftur í fiskinn

19.Febrúar'09 | 07:52

Þorskur fiskur

„Það má segja að þetta sé farið að minna mann á verbúðartímann þegar bændasynirnir og annað fólk komu ofan af landi til að vinna í fiski," segir Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Mikið hefur verið hringt þangað síðustu misserin og spurst fyrir um vinnu.

„Það eru ekki nema tvö, þrjú ár síðan að það gat verið erfitt að manna bátana en það hefur nú heldur betur breyst," segir hann en ríghaldið er í hvert pláss núna og vel mannað í vinnslunni.

Albert Már Eggertsson, eigandi Perlufisks í Vesturbyggð, segir að einnig sé mikið spurst fyrir um laus störf fyrir vestan. „Það er nú ekkert skrýtið miðað við það hvernig ástandið er, sem betur fer vill fólk frekar vinna en að sitja og klóra sér," segir hann.

Þór segir að það eina sem vanti núna til að allt verði eins og þegar best lét í útgerðinni sé loðnan. „Annars var ég að tala við Línu áðan og hún segir að þetta sé ekki búið með loðnuna," segir hann. Þess má geta að umrædd Sigurlína Árnadóttir er berdreymin mjög og reyndist sann­spá í fyrra þegar hana dreymdi fyrir því að rætast myndi úr loðnuvertíð þó svo að sjávarútvegsráðherra hefði blásið hana af á tímabili.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.