Innkalla kvótann ?

19.Febrúar'09 | 07:53

Tobbi

  Það var ansi athyglisleg frétt á RÚV í dag þar sem kom fram að meirihluti þjóðarinnar vill innkalla kvótann og úthluta honum aftur með breyttum reglum. Þetta er samkvæmt könnun sem fyrirtækið Markaðs- og miðlarannsóknir framkvæmdi í síðustu viku. Alls 61% aðspurðra voru hlynnt innköllun en ekki nema 20% voru andvígir, 18% tóku ekki afstöðu. Hver borgaði fyrir þessa könnun kemur ekki fram í fréttinni en ég hef ákveðna einstaklinga grunaða.

Það sem kom einnig fram í könnunni er að tæpur helmingur kjósenda Sjálfstæðisfokksins er á móti því að kvótinn verði innkallaður. Hins vegar er meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Vinstri Grænna hlynntur þessum innköllunaraðgerðum. Ekki kom fram í fréttinni með afstöðu þeirra sem kjósa Frjálslynda, enda mælast þeir vart á landsvísu.

  Ég vill taka mér orð Georgs Bjarnfreðarsonar í munn og segja ,,meðalgreinda þjóð". Það hefur verið hamrað og lamið inn í þjóðina að kvótakerfið sé vont af ákveðnum mönnum hér alltof lengi. En hafa þessir menn einhverjar aðrar lausnir sem fela ekki í sér óréttlæti. Svarið er ofureinfalt, nei. Því hefur lengi verið haldið á lofti að rúmlega 80% þjóðarinnar sé á móti núverandi fiskveiðstjórnunarkerfi þó svo að innan við 10% þjóðarinnar starfi við sjávarútveg. Hvernig getur þetta fólk tekið afstöðu á móti því sem það hefur ekki hundsvit á. Þetta fólk er matað af einhverjum ,,Hróa Hattar" líkingum og eru íslenskir útgerðarmenn alltaf ,,vondi kallinn". Ég þekki nokkra útgerðamenn og ekki hef ég kynnst þesum hliðum á þeim sem ákveðinn maður gasprar oft um á Útvarpi Sögu. Það vita kannski ekki allir hver það er en það held ég að sé einn skrítnasti fugl sem fær að tísta á öldum ljósvakans og með miklum blótsyrðum.

  En er þetta sem þjóðin þarfnast um þessar mundir ? Það hefur verið mikið rætt um hversu skuldugur sjávarútvegurinn er og væri þetta sennilega besta leiðin til að koma flestum ef ekki öllum útgerðum í þrot. Hvað hefur jú útgerðin til að byggja á, kvótanum og engu öðru. Það er alltaf talað um þennan svokallaða ,,gjafakvóta" sem var gefinn út í upphafi kvótakerfisins og byggðist á veiðireynslu. En sá kvóti hefur mest megnis allur skipt um hendur og á þá að rífa hann af mönnum sem fjárfestu í honum. Það þýddi að þeir færu á hausinn og hvað þá um þann sem vill þá veiða kvótann. Jú hann þyrfti að leigja hann af ríkinu. Hvað er þá ríkið orðið annað en ljótur kvótabraskari en þeir eru víst mestu skúrkarnir í núverandi kerfi.

  Ég vona svo innilega að núverandi stjórnvöld fari ekki að stokka upp í annars fremur brothættu kerfi eins og er. Það má alltaf gera einhverjar breytingar á kerfinu sem og hefur verið gert en alger uppstokkun væri glapræði. Það er ekki af ástæðulausu að aðrar þjóðir horfa til okkar þegar þær hugsa um breytingar á eigin kerfi. ESB er að skoða það að taka upp sambærilegt kerfi og er hér á landi.

http://www.123.is/tobbivilla

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%