Netprófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

16.Febrúar'09 | 10:01

Samfylking

Á aukakjördæmisþingi samfylkingarfólks í Suðurkjördæmi, sem haldið var sunnudaginn 15. febrúar á Hótel Örk í Hveragerði, var ákveðið að velja í 5 efstu sætin á framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum með netprófkjöri þann 7. mars.  Rétt til þátttöku í netprófkjörinu hafa allir félagar í Samfylkingunni í Suðurkjördæmi auk þeirra kjósenda Suðurkjördæmis sem sækja sér aðgangslykil að prófkjörinu.
Jafnræði kynjanna tryggt í efstu sæti framboðslistans Kjósendur velja 5 nöfn á kjörseðlinum og númera frá 1-5. Þegar talning atkvæða liggur fyrir skal tryggja jafnt kynjahlutfall í 1. og 2. sæti.

Næst skal hugað að jafnréttisreglu Samfylkingarinnar um að hvort kyn skuli hafa að lágmarki 40% fulltrúa hvað varðar sæti 3-5.

Frambjóðendum er óheimilt að auglýsa í ljósvaka- , prent- og vefmiðlum. Kjördæmisráð gefur út sameiginlegt kynningarrit og gengst fyrir sameiginlegum fundum til kynningar á frambjóðendum.

Framboðsfrestur rennur út mánudaginn 23. febrúar. Nánari upplýsingar um netprófkjörið er hægt nálgast hjá Eysteini Eyjólfssyni formanni stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í síma

698-1404 eða með því að senda tölvupóst á netfangið xssudur@gmail.com.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.