Leikskólum Vestmannaeyja lokað í 4 vikur í sumar

13.Febrúar'09 | 12:21

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyja fundaði í gær og meðal þess sem rætt var á fundinum voru tillögur um sumarlokanir og hagræðingu í rekstri leikskóla Vestmannaeyjabæjar.
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðsluráðs lagði fram tillögur til að ná fram hagræðingu í rekstri leikskóla Vestmannaeyjabæjar. Málaflokkurinn tekur til  sín um 57% af áætluðum skatttekjum ársins 2009 og mikilvægt að málaflokkurinn sé í sífelldri endurskoðun og leitað sé allra leiða að ná fram hagræðingu og nýta fjármagn sveitafélagsins sem best. Bæjarstjóri og sveitarstjórn hefur falið framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að leita leiða til hagræðingar í rekstri og fylgja hér tillögur sviðsins. Tillögurnar eru að mestu unnar af leikskólafulltrúa bæjarins og leikskólastjórum.

Leikskólum lokar frá 20.júlí til og með 14.ágúst
Leikskólar Vestmannaeyjabæjar hafa verið lokaðir í 2-4 vikur síðustu ár. Rekstur þeirra kostar sveitarfélagið um 4 milljónir á viku (Sóli rúmlega 2 milljónir og Kirkjugerði 1,7 milljón). Áætlaður sparnaður við að loka í 4-5 vikur er tæplega 8 milljónir (um 4 milljónir á Sóla og 3,8 milljónir á Kirkjugerði). Ofangreindar tölur miðast við tölur ársins 2008 og þarf því að gera ráð fyrir þeim hækkunum sem hafa orðið á árinu 2009. Við lokun leikskólans í fjórar vikur mun fríið marka upphaf og endi skólaársins.
Börnin fá samfellt sumarfrí eins og foreldrar en flestir eiga 4-5 vikur. Leikskólastjórar sjá jafnframt fram á einfaldari starfsmannastjórnun og faglegra starf.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.