Styrktartónleikar Líknar í Höllinni á morgun

12.Febrúar'09 | 08:13
Um helgina munu félagar í Kvenfélaginu Líkn halda upp á 100 ára afmæli félagsins og einn liður í afmælishátíðinni eru styrktartónleikar í Höllinni á morgun.

Rjómi tónlistarmanna úr Eyjum koma fram á tónleikum og munu allir þeir sem koma nálægt tónleikunum gefa vinnu sína til styrktar Líkn. Ákveðið hefur verið að allur ágóði tónleikana muni renna til langveikra barna í Vestmannaeyjum.

Gullbarkinn Bjarni Ólafur Guðmundsson oftast kallaður Daddi Diskó mun sjá um að kynna listamennina á svið á tónleikunum. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru m.a.:

Listamennirnir munu spila í eftirfarandi röð:
Barnakór Landakirkju
Þröstur og Rakel
Silja Elsabet Brynjarsdóttir
Arndís og Gísli
Dreescode
Árni Óli og Vedís
Alexander Jarl
Leó Snær
Elísabet Þorvalds
Vangaveltur
Obbasí
Dans á Rósum
Tríkót

Allir listamenn koma svo saman í lokin í fjöldasöng.

Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr og er forsala á Volcano Café.
Þeir sem vilja styrkja gott málefni er bent á reikninga í
Sparisjóði Vestmannaeyja 1167-05-405242 kt. 430269-2919.
Glitni 0582-14-400469 kt. 430269-2919

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.