Ryksprenging í fiskimjölsverksmiðju í Eyjum

12.Febrúar'09 | 21:46

Vestmannaeyjahöfn

Mikil ryksprenging varð í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar í höfninni Vestmanneyjum fyrr í kvöld. Vitni segja bæinn hafa lýst upp en hvellurinn heyrðist víða.
Slökkvilið og lögregla ásamt sjúkrabíl fóru strax á staðinn því í fyrstu var óljóst hvað hafði átt sér stað. Mjöl mun hafa stíflast í vinnslurás og við það myndaðist yfirþrýstingur sem leiti til sprengingarinnar. Enginn slys urðu á mönnum né skemmdir á munum þótt hvellurinn hafi verið afar mikill.

Við sprenginguna myndaðist mikið reykhaf sem lagði yfir höfnina og vindur feykti að lokum upp, en hávaða rok er í Eyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.