Loðna fryst í Eyjum

12.Febrúar'09 | 12:23

Kap ve VSV

Fyrsta loðnan á þessari loðnuvertíð komin til Eyja. Kap VE-  kom til hafnar í gærkvöld með um 400 tonn og er það fínasta loðna, að sögn heimamanna. Loðnunni var landað hjá Vinnslustöðinni.

Í morgun var mikið líf og fjör við höfnina í Eyjum, verið var að landa loðnu úr Kap VE og kreppukrílinu Gulldeplu í báðar fiskimjölsverksmiðjurnar. Þá var að auki verið að landa bolfiski úr trollbátunum. Það var því sannkallaður vertíðarsvipur á öllu hafnarsvæðinu.

Þessa fyrstu loðnu sem landað er í Eyjum á vertíðinni, fékk Kap VE vestur af Vík. Tvívegis áður hafði Kap kastað við Alviðru en það gaf lítið.

Loðnan fer nánast öll til manneldis, verður heilfryst fyrir Japansmarkað og Austur-Evrópu. Hrognaloðnan er fryst fyrir Japansmarkað en karlloðnan fer á aðra markaði. Að sögn Sigurjóns Gísla Jónssonar, framleiðslustjóra Vinnslustöðvarinnar, fer hver að verða síðastur að frysta fyrir Japansmarkað.

Töluverðu af Gulldeplu eða kreppukríli, hefur verið landað í Eyjum að undanförnu. Um 10.000 tonn hafa komið til Vinnslustöðvarinnar og hefur aflinn farið í bræðslu.

Á mánudag gaf Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra út 15.000 tonna rannsóknarkvóta á loðnu en lítið hefur fundist af henni hingað til við Ísland.

Ísfélag Vestmannaeyja, fékk 2.999 tonn af kvótanum, HB-Grandi 2.802 tonn, Síldarvinnslan 1.948 tonn, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fékk 1.537 tonn, Samherji 1.379 tonn, Eskja 1.321 tonn, Skinney-Þinganes 1.220 tonn, Gjögur ehf, sem gerir út Hákon EA fékk 848 tonn, Runólfur Hallfreðs. sem gerir út Bjarna Ólafs AK fékk 375 tonn og Huginn fékk 210 tonn.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.