Loðna fryst í Eyjum

12.Febrúar'09 | 12:23

Kap ve VSV

Fyrsta loðnan á þessari loðnuvertíð komin til Eyja. Kap VE-  kom til hafnar í gærkvöld með um 400 tonn og er það fínasta loðna, að sögn heimamanna. Loðnunni var landað hjá Vinnslustöðinni.

Í morgun var mikið líf og fjör við höfnina í Eyjum, verið var að landa loðnu úr Kap VE og kreppukrílinu Gulldeplu í báðar fiskimjölsverksmiðjurnar. Þá var að auki verið að landa bolfiski úr trollbátunum. Það var því sannkallaður vertíðarsvipur á öllu hafnarsvæðinu.

Þessa fyrstu loðnu sem landað er í Eyjum á vertíðinni, fékk Kap VE vestur af Vík. Tvívegis áður hafði Kap kastað við Alviðru en það gaf lítið.

Loðnan fer nánast öll til manneldis, verður heilfryst fyrir Japansmarkað og Austur-Evrópu. Hrognaloðnan er fryst fyrir Japansmarkað en karlloðnan fer á aðra markaði. Að sögn Sigurjóns Gísla Jónssonar, framleiðslustjóra Vinnslustöðvarinnar, fer hver að verða síðastur að frysta fyrir Japansmarkað.

Töluverðu af Gulldeplu eða kreppukríli, hefur verið landað í Eyjum að undanförnu. Um 10.000 tonn hafa komið til Vinnslustöðvarinnar og hefur aflinn farið í bræðslu.

Á mánudag gaf Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra út 15.000 tonna rannsóknarkvóta á loðnu en lítið hefur fundist af henni hingað til við Ísland.

Ísfélag Vestmannaeyja, fékk 2.999 tonn af kvótanum, HB-Grandi 2.802 tonn, Síldarvinnslan 1.948 tonn, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fékk 1.537 tonn, Samherji 1.379 tonn, Eskja 1.321 tonn, Skinney-Þinganes 1.220 tonn, Gjögur ehf, sem gerir út Hákon EA fékk 848 tonn, Runólfur Hallfreðs. sem gerir út Bjarna Ólafs AK fékk 375 tonn og Huginn fékk 210 tonn.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.