Kraftur í Eyjamönnum

11.Febrúar'09 | 06:44

Sigurður Jónsson Siggi Jóns

Það er gaman að sjá svona frétt frá Vestmannaeyjum. Það er flott að á þessum krepputímum horfa Eyjamenn fullir bjartsýni til framtíðar.Menningarhús í bænum á örugglega eftir að skila bæjarfélaginu miklu. Eyjamenn hafa ávallt verið fram í svona málum. Á sínum tíma var byggt Náttúrugripasafn,þar sem m.a. er safn lifandi fiska. Það var mikil framsýni á sínum tíma þegar ráðist var í það. Bygging Byggðasafns og bókasafns var einnig stór átak,sem hefur skilað bæjarfélaginu miklu. Og nú horfa menn enn til framtíðar.

Nú þegar það hefur sýnt sig að pappírsviðskipti eru ekki það sem heldur landinu er uppi er gott að sjá að atvinnulífið í Eyjum stendur sig vel og framtíðin er bjartari nú en verið hefur. Íbúum í Vestmannaeyjum mun örugglega fara fjölgandi á næstu árum.

Til hamingju Eyjamenn með væntanlegt menningarhús.

http://sjonsson.blog.is/

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.