Heilbrigðisráðherra fjallar um St.Jóseps spítala en lætur vera að ræða við eyjamenn

11.Febrúar'09 | 07:54

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær en nýverið tilkynnti þáverandi heilbrigðisráðherra um samningu Heilbrigðistofnunar Vestmannaeyja við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
Eitthvað virðist bæjarráðið vera orðið þreytt að bíða eftir svörum frá nýjum heilbrigðisráðherra en um 10 dagar eru frá því að til stóð að hefja viðræður milli Heilbrigðisráðaneytisins og Vestmannaeyjabæjar um framtíð Heilbrigðistofnunar Vestmannaeyja.

Bæjarráð lýsir undrun sinni á því að enn hefur heilbrigðisráðherra ekki gert grein fyrir afstöðu sinni til þeirra breytinga sem forveri hans boðaði. Ítrekað hefur hann fjallað um St. Jóseps spítala en látið hjá líða að ræða við fulltrúa Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka vilja Vestmannaeyjabæjar um viðræður við heilbrigðisráðuneytið um framtíð Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.