Blómleg fasteignasala í Eyjum

11.Febrúar'09 | 12:25

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Það gengur vel að selja fasteignir í  Vestmannaeyjum um þessar mundir. Að sögn Guðjóns Hjörleifssonar, eiganda fasteignar- og skipasölunnar Heimaeyjar, hafa 16 fasteignir verið seldir frá því um áramót. Fjórtán í Eyjum og tvær í Reykjavík. „Ég sé fram á gott ár,“ segir Guðjón.

Alls hefur Guðjón selt sex einbýlishús í Eyjum og eitt verslunarhúsnæði. Þá segir hann að þrjár íbúðir hafi t.d. verið seldar í einum og sama stigaganginum í fjölbýlishúsi. Fólk sé greinilega í fasteignahugleiðingum. „Það er gott hljóð í Eyjamönnum."

Hann segir hins vegar að það vanti hreyfingu á fasteignamarkaðinn í Reykjavík til að fá fleiri til Eyja. Hann segist vita af fimm eða sex sem vilji selja húsnæðið sitt í höfuðborginni og kaupa einbýlishús í Vestmannaeyjum.

„Það er mikill uppgangur og hérna er engin kreppa," segir Guðjón. Fyrirtækin í Eyjum séu öflug og tekjur almennt góðar. Allt tal um kreppu sé því einfaldlega bannað. „Ef einhverjum dettur í hug að ræða það þá er hann bara sendur út til að kæla sig og beðinn um að koma aftur þegar hann hressist."

Spurður út í það hvernig fólki gangi að fá lán til íbúðarkaupa segir Guðjón: „Mér finnst Íbúðalánasjóður standa sig rosalega vel í öllum samskiptum, og það er fínn hraði á þessu."

Hann segir að nýverið hafi átta tilboð verið samþykkt á einum og sama deginum. Það sé mjög ólíkt því sem hafi verið í janúar og febrúar í fyrra þegar hann seldi aðeins fjórar íbúðir. „Þetta er alveg ótrúlega gott," segir Guðjón.

www.mbl.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.