Kjördæmisþing, kosningar, róðrar, síld, kvótaverð og landsþing

10.Febrúar'09 | 07:05

Georg Arnarson

Það var góður fundur uppi í Sægreifanum s.l. föstudag, þar sem við í Frjálslynda flokknum í suðurkjördæmi vorum með kjördæmisþing. Mætingin var framar vonum og sérstaklega var ánægjulegt að sjá mörg ný andlit og mjög ánægjulegt að sjá töluvert af ungu fólki að mæta af báðum kynjum. Nýtt kjördæmisráð var kosið og urðu ekki miklar breytingar, en mjög gott að sjá ungar konur koma þar í kjördæmisráð. Við Eyjamenn vorum þó nokkrir á fundinum en buðum okkur ekki fram. Framundan er mikil vinna hjá kjördæmisráði að ákveða, hvort að stillt verði upp á lista eða kosið, nú þegar eru nokkrir búnir að gefa sig fram til að vera í forystusveit flokksins í kjördæminu um kosningarnar í vor, en þetta skýrist vonandi um næstu mánaðamót.

Ótrúlega margir hafa haft samband við mig og skorað á mig að bjóða mig fram á listann, en ég hef ekki tekið neina ákvörðun ennþá, enda annir það miklar þessa dagana að maður sér nú varla fram úr þeim átökum.

S.l. hálfan mánuð er ég búinn að róa eina 10 róðra og fiskað að jafnaði 2 tonn í róðri (var með 2,9 tonn á fimmtudaginn á 13 bala) eða samt. góð 20 tonn, sem að telst nú alveg þokkalegt hér í Eyjum. Ágætur vinur minn sem hefur verið sjómaður í rúm  30 ár, sagðist ekki muna annað eins tíðarfar í janúar síðan 1977. Eina sem ég hef áhyggjur af núna er að sumarið 2005-06 og 07 voru afar hagstæð með miklu hægviðri og hitum, en á móti voru veturnir afar harðir með miklu hvassviðri og stormum, svo nú er spurningin sú, hvort að þetta sé kannski að breytast, en það kemur þá bara í ljós í sumar.

Það hefur verið mikið fjallað um síldina í höfninni hér í Eyjum og eru síðustu fréttir þær, að sést hafi stórhveli inni í Friðarhöfn. Ég get hins vegar staðfest það, að þetta er ekkert að minnka. Það eru komnar 6 vikur síðan að síldin fór að vaða hér inn í höfnina og þegar ég var að landa núna fyrir helgi, kom til mín Magnús Ríkharðsson, skipstjóri á Drangavík, og sagði mér það, að hann hefði ný gengið hringinn inni í Friðarhöfn og tekið eftir því, að það er farið að bregða fyrir ýsu og öðrum góð fiski inni í Friðarhöfn, svo það kemur ekki á óvart þó að hvalurinn láti líka sjá sig, enda mikil veisla í höfninni í Eyjum í dag.

Stærstu áhyggjur útgerðarmanna í dag, eru lækkandi afurðarverð og því miður er nú komið á daginn að varnarorð  þingmanna okkar FF um þá ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, að hækka geymslu prósentuna af aflaheimildum milli fiskveiðiára úr 20% í 33% komin fram, því að vegna þessa mikla geymsluréttar þá virðist engu máli skipta, hversu mikið fiskverðið á mörkuðunum lækkar, leigan lækkar ekki í samræmi, og er þessi ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra enn eitt dæmið um það, hvernig sjávarútvegsráðherrar Sjálfstæðisflokksins síðustu ára láta hagsmuna aðila draga sig á asnaeyrunum og skaða atvinnugreinina, bæði innanlands og erlendis, enda hafa nú þegar fjölmargir leiguliðar lagt bátum sínum og skráð sig atvinnulausa og ég held, að það sé nokkuð augljóst mál að fleiri atvinnulausa er ekki það sem okkur vantar, en svo er aftur stór spurning, hvað  núverandi stjórnvöld gera, en það kemur þá bara í ljós.

Nú hefur verið tekin ákvörðun um að landsþing Frjálslynda flokksins verði á Stykkishólmi dagana 13-15 mars. Í sjálfu sér er ekkert við því að gera, en ég hefði nú kannski frekar viljað sjá þetta landsþing á höfuðborgarsvæðinu, en ég tók eftir því á bloggsíðum sumra Frjálslyndra á höfuðborgarsvæðinu að þar er töluverður grátur yfir þeim kostnaði, sem fylgir því fyrir höfuðborgarbúa að fara til Stykkishólms og gista hugsanlega og nokkuð greinilegt að þar er á ferð fólk, sem að virðist ekki alveg skilja það að það kostar jafn mikið að fara frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar og gista þar, að maður tali nú ekki um kostnað okkar eyjamanna við að sækja þessar ráðstefnur, en ég held að fólk á höfuðborgarsvæðinu mætti kannski stundum taka svolítið tillit til okkar á landsbyggðinni.

Meira seinna.

http://georg.blog.is

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%