Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglunnar í vikunni

9.Febrúar'09 | 15:38

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta um helgina og í vikunni sem leið.  Afskipti voru höfð af manni sem kom út af einum af veitingastöðum bæjarins með poka sem í var áfengur bjór. Viðurkenndi viðkomandi að hafa keypt bjórinn inni á staðnum, en samkvæmt áfengislögum er óheimilt að bera áfengi út og inn á staði sem hafa vínveitingaleyfi.  Má því rekstraraðili staðarins búast við því að mál hans verði tekið fyrir hjá sýslumanni.

Þá þurfti lögreglan, að vanda, að aðstoða fólk til síns heima, bæði sökum ölvunarástands þess og eins sökum veðurs.

Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglunnar í vikunni sem leið en um er að ræða þjófnað á peningum af skrifstofuYstakletts þann 4. febrúar sl.  Stolið var 20.000,- krónum í peningum úr veski sem var inni á skrifstofunni.  Ekki er vitað hver þarna var að verki.

Síðdegis þann 6. febrúar sl. var lögreglu tilkynnt um að eldur væri laus í skúr sem er sunnan við Vesturveg 19.  Reyndist eldur laus í rusli á gólfi skúrsins og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldins. Litlar skemmdir urðu á skúrnum.   Lögreglan fékk fljótlega upplýsingar um að tvær stúlkur á fimmtánda ári hafi kveikt eldinn. 

Undir morgun þann 7. febrúar sl. urðu lögreglumenn vitni að því þegar maður sparkaði í rúðu á Glitni með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði. Viðkomandi var handtekinn og viðurkenndi við yfirheyrslu verknaðinn.

Af umferðarmálum er það helst að frétta að einn ökumaður var sektaður fyrir að aka ógætileg á gatnamótum í vikunni sem leið.  Þá fékk einn ökumaður sekt fyrir að aka gegn einstefnu á Bárugötu og einn fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar í akstri.  Þrjár sektir liggja fyrir vegna brota á reglum um lagningu ökutækis.

Síðdegis þann 6. febrúar sl. var lögreglu tilkynnt um að bifreið hafi lent utan vegna við Sorpeyðingarstöðina og hafi bifreiðin oltið eina veltu.  Tvennt var í bifreiðinni og sakaði þau ekki.  Óhappið má rekja til hálku en bifreiðin var á lítilli ferð þegar atvikið átti sér stað.

 

 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).