Á leið í myrkrið

8.Febrúar'09 | 08:08

Tobbi

Frá því að ég skrifaði hér inn síðast höfum við híft tvisvar. Við drógum trollið síðustu nótt og hífðum það í morgunsárið og reyndust vera um 100 m³ í pokanum. Það var svo kastað aftur og híft núna seinnipartinn en veðrið er farið að versna og verður líklega bræla hér í nótt. En í pokanum voru einir 220 m³ af gulldeplu.

Við erum með það fyrir innan núna og erum að keyra út í Myrkur en þar verður sennilegast skásta veðrið á morgun. Myrkrið eru fiskimið sem eru suð-vestast á Fjöllunum, ef það segir ykkur eitthvað. En Fjöllin eru fræg karfa mið á Reykjaneshryggnum um 100 sml. suð-vestur af Reykjanestánni. Nafnið ,, Myrkrið" kemur frá togarasjómönnum en á þessu svæði næst ekki NMTsíminn, sjónvarp né útvarp. Sem sagt algert myrkur.

  Annars erum við allir hressir þó sérstakleg Aston Villamenn ,,eða maður" og Púlararnir enda unnu okkar menn sína leiki í dag.

  Eysteinn var með hamborgara í kvöldmatinn en saltfisk í hádeginu og graut á eftir. Það er ekki amalegt að vera kominn aftur í umhverfi þar sem eldað er ofan í mann og maður getur bara staðið upp, þakkað fyrir matinn og farið..... Kokkar á íslenskum skipum eru því eins og eins konar mömmur kallana.

http://www.123.is/tobbivilla

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.