5 kærur vegna brota á umferðarlögum liggja fyrir

2.Febrúar'09 | 13:12

Lögreglan,

Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og fór skemmtanahald helgarinnar ágætlega fram.  Lögreglan þurfti, að vanda, að aðstoða borgarana vegna hinna ýmissu vandamála sem upp koma þegar Bakkus er með í för.

Tvö eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið, í öðru tilvikinu var rúða brotin í Baldurshaga húsinu v/Vesturveg en í hinu tilvikinu var um að ræða skemmdir á hurð að Vestmannabraut 22.  Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki í þessum tveimur tilvikum en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um gerendur eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til lögreglu.

Aðfaranótt 30. janúar sl. var lögreglu tilkynnt að bréfi hafi verið troðið inn í bréfalúgu á húsi við Hásteinsveg og síðan borinn eldur að.  Húsráðanda tókst að slökkva eldinn áður en tjón hlaust að en hann hafði orðið var við að einhver var  að eiga við bréfalúguna og þegar hann kannaði hvað væri að gerast hafi hann tekið eftir eldinum.  Ekki er vitað hver þarna var að verki en grunur beindist að ákveðnum aðila og hefur hann þegar verið yfirheyrður.  Hann neitað að hafa átt hlut að máli.  Málið er í rannsókn.

Alls liggja fyrir 5 kærur vegna brota á umferðarlögum og er í fjórum tilfellum um að ræða brot vegna ólöglegrar lagningar ökutækis og í einu tilfelli var um að ræða hraðakstur þar sem ökumaður reyndist hafa ekið á 70 km/klst. á Strandvegi.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni en um er að ræða árekstur á gatnamótum Kirkjuvegar og Illugagötu þann 28. janúar sl. en þarna hafði bifreið verið ekið suður Illugagötu og í veg fyrir bifreið sem ekið var vestur Kirkjuveg. Engin slys á fólki en einhverjar skemmdir urðu á ökutækjum. 

Aðfaranótt 31. janúar sl. komu lögreglumenn í eftirliti að bifreið sem lent hafði utan vega á Breiðabakka.  Þarna hafði ökumaður bifreiðarinnar misst stjórn á bifreiðinni í hálku með þeim afleiðingum að hún lenti utan vega. Bifreiðin var nokkuð skemmd en ekki urðu nein slys á fólki. 

Að morgni 1. febrúar sl. var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp á gatnamótum Faxastígs og Heiðarvegar en þarna hafði bifreið sem ekið var af Faxastíg inn á Heiðarveg runnið í hálku með þeim afleiðingum að hún lenti á bifreið sem ekið var suður Heiðarveg. Engin slys á fóki en eitthvað tjón varð á ökutækjunum.

 

 

 

 

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).