Surtseyjarsýningin á hrakhólum

31.Janúar'09 | 15:38

Surtsey

Surtseyjarsýningin í Þjóðmenningarhúsinu gæti farið í geymslu í næsta mánuði þar sem ekkert húsnæði er fyrir hana í Vestmannaeyjum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunnar, telur að Vestmannaeyjabær eða Umhverfisstofnun eigi að kosta uppsetningu og rekstur sýningarinnar í Eyjum.
Unnið er að uppsetningu bráðabirgðasýningar í Eyjum til að uppfylla skilyrði um að Surtsey verði á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Þegar sýningin Surtsey - jörð úr ægi var sett upp í Þjóðmenningarhúsinu vorið 2007 var gert samkomulag um að sýningin yrði að tveimur árum liðnum flutt í Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum. Surtseyjarstofa á að vera fræðslusetur fyrir ferðamenn um eyna sem myndaðist í eldgosi árið 1963.

Vandinn er hins vegar sá að Surtseyjarstofu hefur hvergi verið fundinn staður í Eyjum. Hluti Surtseyjarsýningarinnar er margmiðlunartímavél sem sýnir þrívíddarmynd af eyjunni frá gosinu 63 og að árinu 2130. Þá er talið að eyjan verði orðin að móbergi sem hægi á breytingum hennar.

Lovísa Ásbjörnsdóttir, jarðfræðingur, hefur umsjón með Surtsey og Surtseyjarstofu. Hún hefur húsnæði til skoðunar sem gæti hýst hluta sýningarinnar en það losnar ekki fyrr en í vor. Einnig hefur verið rætt um að Surtseyjarstofa verið hluti af gosminjasafni í Vestmannaeyjum en ekkert liggur fyrir um byggingu þess.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.