Útvegsbændafélagið Heimaey styður ákvörðun ráðherra um hvalveiðar

30.Janúar'09 | 09:48

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Útvegsbændafélagið Heimaey lýsir fullum stuðningi við ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að heimila veiðar á hrefnu og langreyði. Þá er því fagnað að ákvörðunin skuli gilda í fimm ár líkt og almenn venja er innan Alþjóða hvalveiðiráðsins.
 Á meðan rannsóknir sýna að stofnarnir eru ekki í hættu er ekkert eðlilegra en að þjóð sem alltaf hefur byggt stóran hluta af tilveru sinni á sjósókn sæki í stofnana. 

Þá lýsir félagið ánægju sinni með nýlega ákvörðun ráðherra að auka heildaraflamark í þorski í úr 130 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári og því næsta.
 
Stjórn Útvegsbændafélagsins Heimaeyjar
Magnús Kristinsson, formaður

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.