Menn hafa komið að máli við mig......

29.Janúar'09 | 09:35

Allt stefnir í það að Sjálfstæðisflokkurinn í suðurkjördæmi efni til prófkjörs fyrir væntanlegar kosningar á vormánuðum. Má búast við því að einhverjar breytingar verði frá núverandi framboðslista og hafa nöfn fjölmargra verið nefnd í því samhengi.

 

Nafn Elliða Vignissonar bæjarstjóra hefur oft verið nefnd að undanförnu sem væntanlegs leiðtoga í komandi kosningum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hefur Elliði sjálfur áhuga?

„Á maður ekki alltaf að svara: "Menn hafa komið að máli við mig..."  Hið sanna er að í Suðurkjördæmi eins og svo víða eigum við sjálfstæðismenn endalaust úrval af hæfileikafólki þannig að ekki þarf að kvíða því að velja á lista." 
„Kosningar eru reyndar ekki forgangsatriði hjá Sjálfstæðismönnum þótt við kvíðum þeim ekki.  Forgangsatriðið er að leiða hina íslensku þjóð úr þeim hörmungum sem hún er nú í.  Við Sjálfstæðismenn erum nú laus úr samstarfi við Samfylkinguna og er það vel."


Innantómir frasar
„ Ég studdi ekki þá ríkisstjórn á fyrsta degi og ekki jókst stuðningurinn með tímanum enda rættust því miður allar mínar hrakfaraspár.  Ég óttaðist ætíð samstarf við flokk sem er jafn hugmyndafræðilega veikur og Samfylkingin.  Í raun hefur hún eingöngu stefnu í Evrópumálum og kryddar svo grautinn með innantómum försum eins og "Við viljum stefna að norrænu velferðarkerfi að demókratískri fyrirmynd í anda sakandinavískra systurflokka."   Síðan er beðið eftir næstu skoðanakönnun og þannig tekin ákvörðun um stefnu." Segir Elliði um fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Þegar Elliði er spurður út komandi kosningabaráttu og næstu mánuði þá stendur ekki á svarinu:
„Komandi kosningabarátta verður fróðleg því nú er ekkert svigrúm fyrir kosningakarmelur.  Ráðamenn hafa forðast að segja bitran sannleikan sem þó er öllum ljós.  Endalaust er talað um aðgerðaráætlanir og reddingar.  Hið sanna er að það verða engar reddingar.  Framundan eru tvö mjög erfið ár og í kjölfarið koma svo tvö erfið ár.  Síðan getur hefst uppbygging sem vonandi verður á grunni nýrra og betri gilda þar sem þjóðfélagshópar standa saman um sameiginlega velferð allra.  Þangað til verðum við að gjöra svo vel að sýna íslenskan dug og kjark.  Skera þarf niður ríkisfjármál um u.þ.b. 20% og mestur verður niðurskurðurinn þar sem þenslan hefur verið mest.  Við verðum að auka nýtingu á landsins gæðum og láta af gengdarlausri eyðslu.  Flytja þarf út fisk, ál og aðrar afurðir í meira mæli en við flytjum inn.  Veiða þarf hvali og önnur sjávardýr sem við höfum vannýtt seinustu á og virkja orkuna bæði í fallvötnum og í iðrum jarðar.  Sem sagt hafa meiri tekjur en útgjöld.  Þannig styrkjum við gjaldmiðilinn og skjótum á ný sterkum stoðum undir efnahagslíf okkar."

Nú þegar hart er í ári hjá Íslensku þjóðinni og hið opinbera þarf að skera mikið niður á næstunni hvernig sérðu þá stöðu Vestmannaeyjabæjar og íbúa í eyjum á þessum erfiðu tímum?
„Hér í Eyjum eru bjartir tímar framundan þótt efnahagsástandið hafi veruleg áhrif.  Við höfum ætíð lifað á raunverulegri verðmætasköpun og svo verður áfram svo fremi sem misvitrir stjórnmálamenn kippi ekki fótunum undan okkur með framsali auðlindana til Brussel eða eignaupptöku veiðiheimilda. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.