Frábærir tímar fyrir fólk framundan

29.Janúar'09 | 07:39

Kristleifur

það er heiður að fá að upplifa þá skemmtilegu tíma sem eru á næstu grösum. þegar allt þetta efnislega dæmi sem við íslendingar erum búnir að vera svo uppteknir af hefur gert það að verkum að við höfum misst sjónar á því sem öllu máli skiptir í lífinu. svo nú þegar allt okkar ríkidæmi og bara allt verður gert upptækt af bankastofnunum sem skipta um kennitölur í gríð og erg eins og einhverjir sjoppu eigendur. þá situr eftir það eina sem skiptir máli og hvað getum við gert, jú að líta á það sem við höfum ekki gefið okkur nægan tíma í vegna vinnu og kaupalka afborgana.

og það er það verðmesta sem við eigum fjölskyldan okkar, makar, börn, systkin og foreldrar.

auðvitað er ömurlegt þegar fólk missir vinnu og hýbýli sín og ekki misskilja mig ég hef verið mjög reiður yfir þessu ástandi, en ég ætla ekki að vera það áfram, peningar eru ekki allt stendur skrifað. ég ætla að vera glaður alla daga. glaður yfir því sem er manni mest ást og umhyggju þakka fyrir heilbrigð börn og góða heilsu sem ég hefði ekki ef ég yrði reiður yfir þessu rugli öllu til lengdar.

 Kannski er þetta það sem þurfti til að opna augu okkar fyrir því sem stendur okkur næst,  því segi ég það er hægt að taka af mér allar eignir en það sem verður ekki tekið er sú ást og hamingja sem framundan er með fjölskyldunni minni

áfram Vestmannaeyjar

lifið heil

http://kristleifur.blog.is/blog/kristleifur/

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.