Fagnar ákvörðun sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar

28.Janúar'09 | 13:59
Stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja fagnar þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni. Hvalveiðar hafa í för með sér atvinnusköpun og útflutningstekjur. 
Í hafinu við Ísland eru um 350 þúsund hvalir, stórir og smáir. Árlega éta þeir um 6 milljónir tonna af sjávarfangi, þar af um 2 milljónir tonna af fiski. Hvalveiðar skipta okkur Íslendinga gríðarlega miklu máli. Afrán hvalastofna hér við land er miklu meira en áður var talið, eins og nýjustu rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar gefa til kynna.

Íslendingum ber að gæta vel að rétti sínum til nýtingar hvalastofna við landið. Grundvallaratriði er að landsmönnum verði hvorki meinað að nýta auðlindir hafsins á sjálfbæran hátt, né að viðhalda jafnvægi milli tegunda. Hvalastofnar við Íslandsstrendur eru ekki í útrýmingarhættu heldur í stöðugum vexti og eru nú taldir nálægt upprunalegri stærð.

Stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is