Talið líklegt að Lúðvík Bergvinsson verði dóms- og kirkjumálaráðherra

27.Janúar'09 | 14:42

Lúlli Lúðvík

Í dag hófust viðræður milli Samfylkingar og Vinstri Grænna um nýja ríkisstjórn en Framsóknarflokkurinn mun verja hana falli enda flokkarnir tveir ekki með meirihluta á Alþingi.
Eftir brotthvarf Björgvins G. Sigurðssonar úr embætti viðskiptaráðherra þá er talið að röðin sé kominn að Lúðvík Bergvinssyni að verða ráðherra í komandi ríkisstjórn. Talið er að Lúðvík verði næsti dóms- og kirkjumálaráðherra en Lúðvík er einmitt lögfræðimenntaður. Ef að Lúðvík verður valinn í ráðherralið Samfylkingarinnar þá verður þetta í annað skiptið sem að ráðherra í ríkisstjórn Íslands kemur frá Vestmannaeyjum. 

Magnús H. Magnússon fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum var ráðherra frá árinu 1978-1980 og gegndi hann embætti félags-, heilbrigðis-, trygginga-, og samgönguráðherra.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.