Fjölmennur félagsfundur

27.Janúar'09 | 10:45
Fjölmennur félagsfundur var haldinn s.l. laugardag í Týsheimilinu. Aðalmál fundarins var sú staða, sem upp er komin í knattspyrnuráði. Jákvæða hlið málsins er sú staðreynd að knattspyrnulið ÍBV karla er nú komið upp á meðal þeirra bestu. Það er mikið fagnaðarefni, neikvæði hlutinn er sú staðreynd að knattspyrnuráð hefir sagt sig frá verkefninu. Fundurinn var líflegur og margir tóku til máls.

Ýmislegt athyglisvert kom fram í máli fundargesta, varpað var fram þeirri skoðun að skipa sérstaka nefnd til að greina betur útgjöld og tekjumöguleika félagsins. Með því móti gæti verið mögulegt að skipta kökunni, ef svo má að orði komast, á eins réttlátan hátt og mögulegt er. Þetta mynda án efa hjálpa stjórnendum og gera starfið skilvirkara. Um margt athyglisverð tillaga. Félagið getur alls ekki leyft sér að einstaka deildir og ráð séu að skila stórtapi í ársuppgjöri. Það endar einungis á einn veg, félagið er eins og önnur fyrirtæki hvað það varðar. Því miður er það einmitt staða knattspyrnudeildar eftir síðasta keppnistímabil. Það hefir ekkert upp á sig að höggva mann og annan, þótt slíkt hafi átt sér stað. Við sem erum við stjórnvöl í félaginu teljum þó, að við höfum gert allt, sem hægt var til að koma í veg fyrir, að svona færi. Staðan er samt sem áður þessi.


Það er auðvitað öllum ljóst, að það er alveg sama hversu vel skilgreind markmið félagsins eru, allt hrynur til grunna, ef fjármál eru rjúkandi rúst eftir stórfelldar framúrkeyrslur. ÍBV Íþróttafélag er því miður mjög skuldsett, og má ekki við fleiri áföllum. Eftir fimm til sex ár gæti farið að rofa til í þeim efnum. Sjálfsagt er að geta þess í því samhengi, að lánstofnanir bæjarins hafa sýnt félaginu mikinn skilning. Ég er ekki viss um að fordæmi séu fyrir slíkri fyrirgreiðslu. Það ber að þakka.

Íþróttalegur árangur Vestmannaeyinga er mörgum til eftirbreytni. Eyjamenn hafa ávallt haft ákveðna sérstöðu á íþróttasviðinu, enda öðru vísi hugsandi en margir aðrir. Það er hið einstaka keppnisskap og samstaða, sem oft hefir fleytt okkur yfir  hindranir, þegar aðrir hrökkva undan. "Nú gefur á bátinn við Grænland", eins og segir í kvæðinu. Aðstaða til íþróttaiðkunar verður þegar knattspyrnuhúsið er risið, svo notuð séu orð okkar ágæta bæjarstjóra, "trúlega sú besta í heiminum miðað við mannfjölda". Ef til vill er okkar tækifæri einmitt núna, "vindum ofan af keflinu",  stefnum lengra, hærra.

Áfram ÍBV, áfram Eyjamenn.

Tekið af www.ibv.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.