Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar

26.Janúar'09 | 15:56

Lögreglan,

Töluverður fjöldi var á öldurhúsum bæjarins um helgina og mun verða næstu helgar enda standa Þorrablótin sem hæst.  Lögreglan hafði því í nógu að snúast við að fylgjast með því að allt færi friðsamlega fram. 

Lögreglan hafði afskipti af nokkrum gestum sem voru að koma út af veitingastað hér í bæ, en þeir höfðu borið með sér áfengi út af staðnum.

Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en árásin átti sér stað á veitingastaðnum Prófastinum þar sem svokallaður "unglingadansleikur" fór fram.  Þurfti annar þeirra sem þarna tókust á að leita læknis og var saumað eitt spor til að loka sári á hnakka hans.  Ekki liggur fyrir kæra í málinu.

Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni en um er að ræða þjófnað á skráningarmerkjum bifreiðarinnar TO-885 aðfaranótt 19. janúar sl.  Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna var að verki eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Tvö eignaspjöll voru tilkynntar til lögreglu í vikunni og var í öðru tilvikinu um að ræða rúðubrot í Barnaskólanum aðfaranótt 22. janúar sl.  Í hinu tilvikunu var um að ræða rúðubrot í Betel aðfaranótt 24. janúar sl.

Þrír ökumenn voru sektaðir í sl. viku vegna hraðaksturs, en þeir voru allir staðnir að verki á Strembugötu. Sá er hraðast ók mældist á 70 km/klst. en hámarkshraði á Strembugötu er 50 km/klst. eins og reyndar á við um allar götur bæjarins, nema annað sé tekið fram. 

Þess ber að geta að undanfarnar vikur hefur farið fram mæling á umferð um Strembugötu og kom fram í þessari mælingu að 66.5% ökutækja er ekið yfir hámarkshraða. Sá er hraðast ók mældist töluvert yfir hámarkshraða, þó nokkrir mældust yfir 100 km/klst.  Í tilefni af þessu þá mun lögreglan halda áfram að fylgjast með umferð um Strembugötu í þeim tilgangi að ná niður umferðarhraða.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).