Kreppukóð tekur við af síld

23.Janúar'09 | 07:32

VSV Sighvatur bátur bátar loðnuveiðar

Síldveiðum þessarar vertíðar er væntanlega lokið og fá tonn eru eftir af kvótanum. Sighvatur Bjarnason landaði í Vestmannaeyjum á þriðjudag og sagði Jón Eyfjörð skipstjóri að verið væri að undirbúa skipið á veiðar á norrænni gulldeplu. „Nú ætlum við að veiða kreppukóð og svo er það loðnan. Við hljótum að finna hana þegar aðstæður verða orðnar eðlilegar um miðjan febrúar,“ sagði Jón Eyfjörð.
Hann sagði að þrátt fyrir alvarlega sýkingu í síldarstofninum hefði ræst úr vertíðinni og talsvert af aflanum hefði farið í vinnslu. Farmarnir hefðu verið mjög misjafnir en með nákvæmri flokkun hefði verið hægt að setja talsvert í frystingu. Hann sagði að fylgjast þyrfti vel með hvernig síldinni reiddi af.

Minna troll
Þrjú skip, Huginn, Birtingur og Hoffell eru byrjuð á veiðum á gulldeplu, sem sjómenn kalla einnig silfurkóð og nú kreppukóð. Skipin hafa notað loðnunætur með fínriðna poka, en þeir á Sighvati Bjarnasyni ætla að reyna fyrir sér með troll sem Danir hafa notað við veiðar á sandsíli. Það er mun minna og öðruvísi uppbyggt með minni möskvum fremst.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%