Handbolti vs fótbolti hjá ÍBV

23.Janúar'09 | 09:37
Á morgun laugardag verður haldinn fundur um málefni meistaraflokk karla í knattspyrnu en nýverið sagði allt knattspyrnuráðið af sér en fráfarandi ráð var m.a. ósátt við skipulag innan ÍBV-Íþróttafélags.
Í dag er ekkert knattspyrnuráð starfandi og meistaraflokkur ÍBV er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi sumar í Landsbankadeildinni en liðið leikur sinn fyrsta leik á útivelli gegn Fram þann 10.maí.

Á spjallborði vefsíðu ÍBV má lesa að skipta skoðanir eru málefni ÍBV-Íþróttafélags og virðist vera sem að menn og konur skipti sér í tvær fylkingar, önnur fylgjandi handboltanum og hin fylgjandi fótboltanum. Meðal þess sem rætt er um á spjallborðinu er skipting tekna milli handbolta og fótbolta
og leggur meðal annars einn spjallarinn það til klára aðgreiningu á fjármálum deildana og að umsvif aðalstjórnar verði sem minnst.

Miðað við ástandið á fjármálamörkuðum í dag verður rekstur íþróttafélaga sífellt erfiðari og með innanfélagsdeilur sem þessar verður reksturinn ekki auðveldari.

Fundurinn um málefni mfl. karla í knattspyrnu verður haldinn Í Týsheimilinu og hefst fundurinn klukkan 16:00

Hægt er að fylgjast með umræðum á spjallborði ÍBV hér

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is