Fagnar ákvörðun sjávarútvegsráðherra

23.Janúar'09 | 12:19
Stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja fagnar þeirri ákvörðun Einars K.Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að auka heildaraflamark í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári um 30.000 tonn.  Jafnframt fagnar stjórnin þeirri yfirlýsingu ráðherra að gert sé ráð fyrir því að heildaraflamark í þorski verði ekki lægra en 160 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári.

Stjórnin vill ennfremur benda á að það er undir útgerðarmönnum komið hvernig þeir stýra veiðum á ársgrundvelli.  Þar þarf  að taka tillit til ástands markaða og afurðaverðs hverju sinni. Þessi ákvörðun ráðherra er m.a. tekin í ljósi þeirra efnahagserfiðleika sem þjóðarbúið á við að etja og með hliðsjón af jákvæðum vísbendingum um stöðu þorskstofnsins sem fram komu í stofnmælingu botnfiska sl. haust.  Í þeirri mælingu kom fram að heildarvísitala þorsks væri hin hæsta frá upphafi mælinga.

Stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja fagnar því að sjávarútvegsráðherra hefur með ákvörðun sinni tekið meira tillit til fiskifræði sjómannsins og reynslu sjómanna í áranna rás og beinir því til stjórnenda Hafrannsóknastofnunarinnar  að efla samstarf við þá sem starfa í sjáverútvegi og virða rökstuddar ákvarðanir ráðherra.

Stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja.
 

 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.