Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar

19.Janúar'09 | 16:09

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og þurfti, að vanda, að aðstoða fólk til síns heima eftir skemmtana hald helgarinnar.   Í vikunni voru alls 20 eigendur ökutækja boðaðir til skoðunar með ökutæki sín.
Eins og flestir eiga að vita þá varð breyting á reglum um skoðun ökutækja nú í janúar og eiga þeir sem trassa að færa ökutæki sín til skoðunar á tilskyldum tíma á hættu að fá sekt.  Sektin nemur kr. 15.000,-

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en um var að ræða dyravörð á veitingastaðnum Volcanu sem lagði fram kæru á hendur einum af gestum staðarins. Meiðsl eru ekki alvarleg.

Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.  Í öðru tilvikinu var brotist inn í Skátahúsið sem er í svokölluðu skátastykki.  Brotin hafði verið rúða og mynd stolið. Myndin fannst reyndar skömmu síðar.  Talið er að brotist hafi verið inn á tímabilinu frá 11. janúar til 17. janúar sl. Ekki er ljóst hver þarna var að verki og eru allar upplýsingar um hugsanlega gerendur vel þegnar.

Í hinu tilvikinu var um að ræða innbrot og þjófnað inn á lager verslunarinnar Vöruvals aðfaranótt 13. janúar sl. Stolið hafði verið ýmsum matvælum og skemmdir unnar. Fljótlega bárust böndin að ákveðnum manni og var hann handtekinn skömmu síðar.  Við skýrslutökur viðurkenndi hann að hafa brotist inn og telst málið að mestu upplýst.

Að morgni 18. janúar sl. var lögreglu tilkynnt um rúðubrot í Gistiheimilinu Hamri en talið er að rúðan hafi verið brotin þá sömu nótt.   Ekki er ljóst hver þarna var að verki en allar upplýsingar eru vel þegnar um hver þarna var á ferð.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en í öllum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða, sem hægt er að rekja til hálku, og engin slys á fólki. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%