Andri Ólafsson kjörinn Íþróttamaður ársins 2008

19.Janúar'09 | 07:47
Síðastliðinn föstudag var tilkynnt hvaða íþróttamaður hjá ÍBV héraðssambandi hafi hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins 2008.

Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV í meistaraflokki í fótbolta varð fyrir valinu að þessu sinni en Andri hefur verið síðustu ár einn sterkasti leikmaður ÍBV. ÍBV vann sér að nýju sæti á meðal þeirra bestu í Landsbankadeildinni næstkomandi sumar en ÍBV sigraði 1.deildina síðast liðið sumar.

Hallgrímur Júlíusson var hlaut bæði nafnbótina Íþróttamaður æskunnar og svo var hann valinn kylfingur ársins hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Hallgrímur spilaði frábærlega síðastliðið sumar og er þarna mikið efni á ferðinni.

Aðildarfélög héraðssambandsins svo eftirfarandi sem Íþróttamenn ársins innan sinna raða:

ÍBV-íþróttafélag
Knattspyrnumaður ársins - Albert Sævarsson
Knattspyrnukona ársins - Saga Huld Helgadóttir
Handknattleiksmaður ársins - Sigurður Bragason.

Frjálsíþróttafélagið Óðinn
Frjálsíþróttamaður ársins Óskar Elías Zöega Óskarsson
Frjálsíþróttakona ársins Ármey Valdimarsdóttir

Íþróttafélagið Ægir
Íþróttamaður ársins - Ólafur Jónsson

Körfuknattleiksdeild ÍBV
Körfuknattleiksmaður ársins - Alexander Jarl Þorsteinsson

Golfklúbbur Vestmannaeyja
Kylfingur ársins - Hallgrímur Júlíusson

Fimleikafélagið Rán
Fimleikamaður ársins - Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir

KFS
Knattspyrnumaður ársins - Stefán Björn Hauksson

Sunddeild ÍBV
Sundmaður ársins - Róbert Emil Aronsson

Tennis- og badmintonfélagið
Badmintonmaður ársins - Örn Zöega Óskarsson

Myndir frá athöfninni má sjá hér

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.