Andri Ólafsson kjörinn Íþróttamaður ársins 2008

19.Janúar'09 | 07:47
Síðastliðinn föstudag var tilkynnt hvaða íþróttamaður hjá ÍBV héraðssambandi hafi hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins 2008.

Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV í meistaraflokki í fótbolta varð fyrir valinu að þessu sinni en Andri hefur verið síðustu ár einn sterkasti leikmaður ÍBV. ÍBV vann sér að nýju sæti á meðal þeirra bestu í Landsbankadeildinni næstkomandi sumar en ÍBV sigraði 1.deildina síðast liðið sumar.

Hallgrímur Júlíusson var hlaut bæði nafnbótina Íþróttamaður æskunnar og svo var hann valinn kylfingur ársins hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Hallgrímur spilaði frábærlega síðastliðið sumar og er þarna mikið efni á ferðinni.

Aðildarfélög héraðssambandsins svo eftirfarandi sem Íþróttamenn ársins innan sinna raða:

ÍBV-íþróttafélag
Knattspyrnumaður ársins - Albert Sævarsson
Knattspyrnukona ársins - Saga Huld Helgadóttir
Handknattleiksmaður ársins - Sigurður Bragason.

Frjálsíþróttafélagið Óðinn
Frjálsíþróttamaður ársins Óskar Elías Zöega Óskarsson
Frjálsíþróttakona ársins Ármey Valdimarsdóttir

Íþróttafélagið Ægir
Íþróttamaður ársins - Ólafur Jónsson

Körfuknattleiksdeild ÍBV
Körfuknattleiksmaður ársins - Alexander Jarl Þorsteinsson

Golfklúbbur Vestmannaeyja
Kylfingur ársins - Hallgrímur Júlíusson

Fimleikafélagið Rán
Fimleikamaður ársins - Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir

KFS
Knattspyrnumaður ársins - Stefán Björn Hauksson

Sunddeild ÍBV
Sundmaður ársins - Róbert Emil Aronsson

Tennis- og badmintonfélagið
Badmintonmaður ársins - Örn Zöega Óskarsson

Myndir frá athöfninni má sjá hér

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.