Stofnfé í sparisjóði ekki til skipta

15.Janúar'09 | 19:49

Sparisjóðurinn

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt í deilu fyrrverandi hjóna um stofnfjáreign í Sparisjóði Vestmannaeyja, sem ekki var getið í skiptasamningi þegar hjónin skildu árið 2004. Þá var stofnfjáreignin talin verðlaus en vísbendingar eru um að verðmæti hennar kunni nú að hlaupa á tugum milljóna króna.
Um er að ræða hjón, sem slitu samvistir árið 2004 og gerðu fjárskiptasamning þar sem ekkert er minnst á stofnfjáreign mannsins í sparisjóðnum. Eignum hjónanna var skipt í samræmi við helmingaskiptareglu. Samkvæmt sameiginlegu skattframtali hjónanna var nafnverð stofnfjárbréfsins 22 þúsund krónur.

Konan sagðist hafa uppgötvað það árið 2007 að gleymst hafi að skipta stofnfjáreigninni. Sendi lögmaður konunnar bréf til mannsins í maí í fyrra þar sem athygli er vakin á þessu. Maðurinn svaraði bréflega og hafnaði sjónarmiðum konunnar. Í kjölfarið höfðaði konan mál.

Maðurinn sagði fyrir dómi að konan hefði ekki gert tilkall til þessara hluta við skiptin þar sem þeir hafi ekki verið taldir til verðmæta á þeim tíma sem skiptin hafi farið fram.

Í niðurstöðu dómsins segir, að við munnlegan flutning málsins hafi verið upplýst að umrædd stofnfjáreign hafi verið talin nánast verðlaus á þeim tíma sem fjárskiptasamninginn var gerður en á allra síðustu árum hafi komið fram vísbendingar um að verðmæti hennar hefði jafnvel aukist um tugmilljónir króna. Hafi konunni að mati dómsins ekki tekist að sýna fram á annað en að málsaðilar hafi litið svo á við gerð fjárskiptasamningsins, að ekki fælust þau verðmæti í stofnfjáreigninni sem ástæða væri til að geta í slíkum samningi. Því var kröfum konunnar hafnað.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).