Lönduðu 650 tonnum af gulldeplu í Eyjum

14.Janúar'09 | 18:19

Huginn

Nýlokið er löndun á 650 tonnum af gulldeplu úr Hugin VE 55 í Vestmannaeyjum. Aflinn veiddist á Grindavíkurdjúpi. Gulldeplan finnst nú í stórum torfum suður af landinu.

Þetta er mjög smár fiskur, tæpur helmingur af lengd loðnu eða 5-6 sm. „Stærstu fiskarnir eru ekki nema sjö sentimetrar. Við höfum kallað þetta kreppukóð í gríni," sagði Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins, í samtali við Útveginn.

Að sögn Páls varð vart við gulldepluna í nokkru magni við kolmunnaleit fyrir jólin en þessi smái fiskur hefur reyndar oft ánetjast veiðarfærum íslenskra togveiðiskipa, í mismiklum mæli þó.

Páll sagði Hugin hafa veitt um 50 tonn fyrir jólin en erfiðlega gekk að veiða fiskinn fyrr en fenginn var að láni sérstakur trollpoki. Þessi poki var notaður í tilraunaveiðum á laxsíld árið 2002 á vegum útgerðarfyrirtækja, sjávarútvegsráðuneytisins, Hampiðjunnar og Hafrannsóknastofnunarinnar.

Eftir að pokinn var fenginn gengu veiðarnar eins og í sögu að sögn Páls. „Þeir héldu reyndar strákarnir að þeir væru með 800 tonn ef þetta reyndust ekki nema 650 tonn við löndun," bætti hann við. Að sögn Páls fer allur aflinn beint til bræðslu en gulldeplan er feitur fiskur með um 20% fituinnihald. Huginn fer út til veiða á ný í kvöld.

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is