Bæjarráð sig knúið til að benda ríkisyfirvöldum á landfræðilega sérstöðu Vestmannaeyja

14.Janúar'09 | 07:59

ráðhús ráðhúsið

Bæjarráð leggst alfarið gegn boðaðri sameiningu á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lýsir yfir sérstakri óánægju með þá ákvörðun að færa yfirráð Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja frá Vestmannaeyjum.
Sú aðferðarfræði að flytja forræði og stjórn stofnana frá Vestmannaeyjum á höfuðborgarsvæðið hefur að mati bæjarráðs ekki gefist vel og er oftast fyrsta skrefið í átt að skerðingu á þjónustu og flutningi starfa frá Vestmannaeyjum.

Enn og aftur sér bæjarráð sig knúið til að benda ríkisyfirvöldum á landfræðilega sérstöðu Vestmannaeyja. Þá þarf vart að minna ríkisyfirvöld á að samgöngum við Vestmannaeyjar er enn þannig háttað að til þess að komast á Selfoss þurfa Eyjamenn að ferðast í um 4 tíma.
Í ljósi þess að veruleg hætta er á að boðuð sameining leiði til þjónustuskerðingar í Vestmannaeyjum samþykkir bæjarráð að óska eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að sveitarfélagið taki yfir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Slíkt er gert til að tryggja að þær breytingar sem boðaðar hafa verið af heilbrigðisráðuneytinu um skipulag heilbrigðisþjónustu, tryggi góða og örugga þjónustu fyrir íbúa í Vestmannaeyjum auk þess sem störf verði varin og atvinnutækifærum fjölgað.

Til að tryggja áframhaldandi gæði í starfsemi sjúkrahúss, heilsugæslu og skurðstofu og aukin tækifæri á sviði velferðarþjónustu, er mikilvægt að fyrir liggi skýr stefna til framtíðar sem verður fylgt fast eftir með framkvæmd. Vestmannaeyjabær býðst til að hafa forgöngu um það.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.