Readingförinni frestað

12.Janúar'09 | 08:21
HERMANN Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gengur að öllum líkindum til liðs við enska 1. deildarliðið Reading á næstu dögum, ef samkomulag um það næst við Tony Adams, knattspyrnustjóra Portsmouth. Adams greip inní málið á laugardaginn þegar allt stefndi í að Hermann myndi skrifa undir hjá Reading í dag, mánudag, og lagði hart að honum að vera um kyrrt hjá Portsmouth til vorsins.

 Hermann leikur nú sitt annað tímabil með Portsmouth en hann var í lykilhlutverki hjá liðinu sem vinstri bakvörður í fyrra þegar það varð enskur bikarmeistari og hafnaði í 8. sæti úrvalsdeildarinnar. Þetta var besta tímabil félagsins í marga áratugi.

Í ágústmánuði fékk Harry Redknapp, þáverandi stjóri Portsmouth, tvo vinstri bakverði til liðs við sig. Armand Traore frá Arsenal og Nadir Belhadj frá Lens, báða sem lánsmenn. Hermann hefur lítið fengið að spreyta sig frá þeim tíma og hafði fengið samþykki fyrir því frá Adams að leita fyrir sér annars staðar frá og með janúarmánuði en samningur Hermanns við Portsmouth rennur út í vor.

„Það er rétt, á föstudag var málið nánast í höfn og til stóð að Hermann færi í læknisskoðun og undirskrift hjá Reading á mánudag (í dag). Adams kom síðan að máli við hann eftir æfingu á laugardaginn og lagði þunga áherslu á að hann yrði um kyrrt hjá félaginu til vorsins. Það skýrist vonandi á allra næstu dögum hvað verður en Adams hefur þetta í hendi sér," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hermanns, við Morgunblaðið í gær.

meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.