Frábær þrettándagleði ÍBV að baki

12.Janúar'09 | 12:35
Síðasta föstudag stóð ÍBV fyrir sinni árlegu þrettándagleði en í ár var hátíðin sjálf færð aftur til 9.janúar og virtist þessi færsla gera fleiri brottfluttum eyjamönnum kleift að koma á hátíðina.
Mikill fjöldi tók þátt í göngunni sem endaði svo á malarvellinum þar sem tröllin, Grýla, Leppalúði, púkarnir, álfarnir og jólasveinarnir léku á alls oddi.

Hið árlega grímuball Eyverja var haldið í Höllinni og var þar komin saman mikill fjöldi krakka sem skörtuðu mörgum frábærum búningum og ímundaraflið fékk að njóta sinn hjá ungu kynslóðinni. Sigurvegarinn í ár var ungur drengur klæddur sem Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og var hann með fulla hjólböru af peningum sem hann ýtti á undan sér. Picaso málverk var í öðru sæti og múmía í því þriðja.

Veðrið var með miklum ágætum og var greinilegt að veðurguðinn beið með rigninguna og rokið þar til að allir voru komnir til sín heima.

Myndir frá þrettándanum má sjá hér

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.