Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni

12.Janúar'09 | 16:22

Lögreglan,

Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglu í vikunni sem leið og um helgina.  Töluvert var af fólki í bænum í tilefni þrettándagleði ÍBV sem var sl. föstudagskvöld.  Þrettándagleðin fór vel fram í ágætis veðri og án allra óhappa. 

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni en þarna hafði karlmaður lagt hendur á konu fyrir utan veitingastaðinn Lundann að morgni 10. janúar sl. með þeim afleiðingum að konan féll aftur fyrir sig og lenti með hnakkann í götunni.  Konan fékk höfuðáverka við höggið og var hún flutt til Reykjavíkur þar sem hún var lögð inn á sjúkrahús.  Hún mun ekki vera alvarlega slösuð.  Málið er í rannsókn.

Sl. föstudag var lögreglu tilkynnt um innbrot og þjófnað á veitingastaðinn Lundann en farið hafði verið inn með því að brjóta rúðu í útidyrahurð staðarins. Reyndar hafði fyrst verið reynt að fara inn um glugga að salerni en þar sem rimlar eru fyrir glugganum varð sá sem þarna var að verki að hverfa frá.   Stolið var nokkrum kartonum af vindlingum og nokkrum flöskum af sterku áfengi.  Fljótlega bárust böndin að ákveðnum einstaklingum og við leit í íbúð eins þeirra fundust flöskur úr innbrotinu.  Í framhaldi af því var aðili handtekinn grunaður um verknaðinn. Hann neitaði hins vegar alfarið að eiga þátt í innbrotinu.  Málið er í rannsókn.

Þrjú eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða eignaspjöll við verslun Olís v/Græðisbraut þar sem ljós voru brotin. Er talið að það hafi gerst helgina 2. til 4. janúar sl.  

Að morgni 10. janúar sl. var tilkynnt um rúðubrot í bifreið sem stóð áVallargötu en bjórglasi hafði verið hent í afturrúðu bifreiðarinnar þannig að hún brotnaði.  

Sama dag var tilkynnt um rúðubrot að Vestmannabraut 52 en þar hafði einnig glasi verið hent í rúðuna. 

Ekki er ljóst hver eða hverjir voru að verki í þessum þremur tilvikum og óskar lögreglan eftir upplýsingum varðandi hugsanlega gerendur.

Áramótin fóru vel fram, að mestu leiti en eitthvað var um pústra bæði í kringum áramótin og sl. helgi.  Ekki var um nein alvarleg meiðsl að ræða og engar kærur liggja fyrir.

Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni en um varð að ræða þjófnað á farsíma í Höllinni aðfaranótt 28. desember sl.  Um er að ræða vínrauðan Samsung síma.

Ein eignaspjöll eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni en bifreið sem stóð við Fífilgötu 3 var skemmd  með því að brjóta hægra afturljós og hægri hliðarspegil.  Talið er að spjöllin hafi verið unnin þann 3. janúar sl.

Að morgni 29. desember sl. var lögreglu tilkynnt um að bátur hafi strandað í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn.  Reyndist þarna um að ræða Hlödda VE-98 en samkvæmt skipverjum, sem voru tveir, hafði sjálfstýring slegið út þegar þeir voru á leið út úr höfninni með þeim afleiðingum að báturinn lenti upp í fjöru.  Engin slys urðu á fólki en ljóst er að báturinn er eitthvað laskaður.

Að kvöldi gamlársdags var lögreglu tilkynnt um að eldur væri laus í bifreið sem stóð við Illugagötu 25.  Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Eldsupptök eru ókunn en ljóst er að bifreiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt. Engin slys urðu á fólki.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur í vikunni sem leið. Annar 30. desember sl. en hinn 3. janúar sl.   Báðir voru þeir sviptir ökuréttindum til bráðabyrgða.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is