Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

10.Janúar'09 | 15:15

arni

SLENSKAR tilfinningar munu aldrei þola forsjá annarra þjóða. Þess vegna getur Evrópusambandið aldrei orðið heimahöfn Íslands og þeir samningar og samskipti sem við kunnum að þurfa að gera við aðrar þjóðir um viðskipta-, menningar-, félags- og stjórnmálatengsl, mega í engu, alls engu, veikja fullan rétt Íslendinga yfir auðlindum okkar, hvorki varðandi fiskimiðin, orkuna í landinu, fallvötnin, gufu, jarðhita, olíu, né fólkið sjálft.

Þessir þættir eru grunnurinn að fullveldi Íslands, yndislegu og auðlindaríku landi okkar. Við eigum líka okkar trú, Guð vors lands í brjósti okkar, orð og afl kærleikans. Við skulum aldrei taka þá áhættu að Ísland verði aftur höfuðlaust. Í 1.100 ára sögu okkar hefur Ísland verið sjálfstætt ríki í aðeins 64 ár. Tökum enga áhættu. Það kostar að vera maður. Sjálfstæði er eins og lífið sjálft, meðbyr og mótbyr. Við getum sigrast á öllum mótbyr með samstöðu og leikgleði, með lítillæti, auðmýkt og þakklæti, þori og djörfung.

Varðstaða um hagsmuni Íslands og sjálfstæði er lykilatriði
Nú þurfum við að berjast við sannkallaða heimskreppu í fjármálaheiminum og hluti vanda okkar er heimatilbúinn. Margir eru eðlilega reiðir, sárir og beinskeyttir, en við verðum að hugsa rökrétt og vinna allt til árangurs í stöðunni. Uppgjörið kemur, en reiðin má ekki trufla neyðarvinnuna. Þátttaka í ESB hefur verið áleitin en ekki er alltaf allt sem sýnist. Þegar kemur að landsfundi Sjálfstæðisflokksins í janúarlok mun enginn íslenskur stjórnmálaflokkur hafa gert eins víðtæka úttekt á afstöðu landsmanna til Evrópusambandsins. Það er fordæmalaust hvernig Samfylkingin er nú að hóta Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórnarsamstarfi varðandi umfjöllun um ESB. Kosningar til Alþingis væru fáránlegt innhlaup í stöðu mála. Það væri eins og að hætta í miðri hjartaaðgerð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei látið hóta sér eða gefið eftir þegar hagsmunir Íslands eru í húfi. Þess vegna er Ísland sjálfstætt land. Það er hroki hjá Samfylkingunni að blanda sér inn í landsfundarvinnu sjálfstæðismanna.

Hvaða völd og áhrif gefa 4 þingmenn af 800
Með aðild að EBS yrðu áhrif Íslands ótrúlega lítil með 4 þingmenn af 800 á Evrópuþinginu. Að halda því fram að við fáum fullan aðgang að þróun mála eru falsvonir, að sjálfsögðu vegna smæðar okkar. Við yrðum að lúta niðurstöðum atkvæðagreiðslu í mikilvægum málum þar sem Ísland væri efnislega á öndverðum meiði við meirihlutann. Hvar er okkar sjálfstæði þá? Stærsti gallinn við aðild að ESB varðar grunninn að fullveldi Íslands, völdin yfir fjöreggi landsins, fiskimiðunum, einu auðlindinni sem ESB ásælist völd yfir, og íslenskur landbúnaður gæti hrunið.

Gallarnir við aðild að ESB vega að fullveldi Íslands
Gallarnir eru skelfilegir:

* Setning aflahámarks yrði gerð af ráðherraráðinu.

* Útlendingum yrði heimilt að eiga meirihluta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Atvinnuöryggi sjávarplássanna væri í lausu lofti. Allar dyr myndu opnast fyrir yfirtöku ESB-landa á höfuðauðlind Íslands, fiskimiðunum.

* Forræði á samningum við þriðja ríki færi til framkvæmdastjórnar ESB.

* Samningar um deilistofna yrðu á forræði ESB.

* Viðbragðsflýtir kerfisins yrði minni, til að mynda varðandi úthlutunarvenjur í loðnu.

* Eftirlitskerfi ESB með fiskveiðum er nær óvirkt.

* Fiskimiðin, eru heimanmundur Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar með yfir 50% af þjóðartekjum. Vogarafl sjálfstæðisins.

Metum bæði kosti og galla aðildar að ESB og myntbreytingar
1. Það er sjálfsagt að taka slaginn, taka viðræður við ESB og kryfja til mergjar kosti og galla.

2. Kanna þarf áhrif ESB-aðildar á hversdagsstjórn íslenskrar landstjórnar og sveitarstjórna og hægaganginn með endalausri afskiptasemi „Brussel".

3. Það þarf að skoða til fulls möguleikana á myntbreytingu, evru, dollara eða annarri mynt, gæta þess hvað er hagkvæmast fyrir okkur og taka þann slag. Það er ótengt aðild að ESB því fordæmi eru fyrir sjálfstæðri ákvörðun þjóðar í þeim efnum. Myntbreytingarkönnun má ljúka á nokkrum mánuðum.

4. Við þurfum að brjóta til mergjar hvaða áhrif aðild að ESB hefði á sjávarútveginn, fjöregg Íslands.

5. Kryfja til mergjar hvaða áhrif aðild að ESB hefði á landbúnaðinn, hagstjórn, stofnanir og fleira .

6. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að völd og ákvörðunarréttur glatast með aðild að ESB með 4 þingmenn af 800 á Evrópuþinginu. Við yrðum alltaf eitt af peðunum á taflborðinu.

7. Margs konar óánægja fer vaxandi hjá mörgum aðildarþjóðum ESB. Rösum ekki um ráð fram. Verjum okkar rann og leikum ekki af okkur. Evrópuþjóðirnar hafa ekki sýnt okkur vinarþel, nema síður sé, í brimgarðinum að undanförnu. Þær hafa í mörgum tilvikum traðkað á okkur og aðeins hugsað um eigin rass, stimplað okkur hryðjuverkamenn.

8. Öll færi eru á að við vinnum okkur upp úr heimskreppunni á stuttum tíma ef við stöndum vel að verki þrátt fyrir það að 3 af 12 meginþáttum „kreppunnar" séu heimatilbúnir.

9. Ísland er yndislegt land, auðugra en flest önnur lönd, hlunnindajörð með möguleika í hverju fótmáli. Verjum það og sækjum fram með metnað og dug í fararbroddi, hjálpumst að í anda gömlu samvinnuhugsjónarinnar óspilltrar og tryggjum um leið sjálfstæði landsmanna til þess að hæfileikar, vonir og þrár einstaklingsins fái notið sín.

10. Í hvaða viðræður sem við Íslendingar förum í gagnvart öðrum þjóðum er það grundvallarskylda að í samningum komi ekkert til greina sem getur raskað sjálfstæði Íslands.

Þess vegna hljóta slíkar viðræður að vera algjörlega skilyrtar til dæmis hvað varðar full yfirráð um allan aldur yfir auðlindum okkar, fiskimiðunum, orkunni í landinu og sjálfstæði þegna landsins til þess að geta gengið stoltir og sjálfstæðir menn inn í framtíðina með Guðvorslandsinn í hjartanu.

 

Höfundur er alþingismaður.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is