Grýla verður líklegast kreppupirruð í kvöld

9.Janúar'09 | 07:21

Grýla Þréttandinn

Þó svo að dagatalið segi okkur að í dag sé 9 janúar þá er í raun og veru þrettándinn í dag en eins og allir vita var hann færður örlítið til á dagatalinu í ár og í fyrra.

Í dag eru það fastir liðir eins og venjulega:

Grímuball Eyverjar verður haldið í Höllinni klukkan 15:00 og hefur grímuballið verið einn af föstu punktum hátíðarhaldanna undafarna áratugi og eru vinsældir þess ekkert að dvína.

Björgunarfélag Vestmannaeyja verður með opið í dag í flugeldamarkaði sínum að venju að Faxastíg og er opið milli 13:00 - 19:00. Flugeldasalan er stærsta fjáröflun félagsins og sagði Adólf Þórsson, formaður félagsins að félagsmenn tækju brosandi og fagnandi á móti eyjamönnum í dag og eitthvað væri um afslætti í dag eins og undanfarinn ár á þrettándanum.


Klukkan 19:00 má svo búast við því að jólasveinarnir láti sjá sig ásamt Grýlu, leppalúða, tröllum, púkum og álfum við Hánna. Eyjar.net hafði samband við Giljagaur í gær og sagði hann að Grýla væri eitthvað pirruð útaf öllu þessu krepputali af því að Leppalúði hafði fjárfest fyrir japönsk jén í gömlum Skoda sem komst svo aldrei af stað.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.