Heilbrigðis-samgöngu-Bakkafjöru-Kvótinn - róður

8.Janúar'09 | 12:38

Georg Arnarson

Það gengur mikið á í heilbrigðisþjónustunni þessa dagana og förum við Eyjamenn ekki varhluta af því. Ýmsar sögusagnir eru á kreiki, en þetta ætti nú að skýrast í þessum mánuði, kannski má segja að ágætur ættingi minn hafi orðað það rétt í gær, þegar hann sagði:"Er ætlunin að við búum hérna áfram, eða hvað?" Ég hins vegar fékk ágæta innsýn inn í þessi mál, sem og önnur í spjalli við starfsmann heilbrigðisþjónustuna í gær.

Þar kom ma. fram að á hverju ári koma allskonar tillögur og hugmyndir frá heilbrigðisráðuneytinu um allskonar niðurskurð og hagræðingu, en svo er það bara stjórnenda að reyna að hagræða án þess að skaða stofnunina, ma. eru uppi hugmyndir um að loka skurðstofunni í Vestmannaeyjum um skemmri eða lengri tíma. Það er nokkuð ljóst að slíkt hefði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það sem mér þótti hins vegar merkilegast við þetta samtal við þennan starfsmann, sem bað um að vera nafnlaus, er skoðun viðkomandi á Bakkafjöru, sem er þessi: "Ég bjó um nokkurra ára skeið hérna hinu megin í fjörunni og ég er alveg viss um það, að eftir fyrsta austan rokið sem stendur í kannski einn og hálfan til tvo sólarhringa, þá verður þessi höfn og allt sem henni fylgir, horfið." Einnig sagði viðkomandi mér sína skoðun á því, hvers vegna og hver hefði tekið ákvörðun um að farið yrði í byggingu Landeyjarhafnar og hún var svona:

"Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur ekkert með þessa ákvörðun að gera, heldur er hún aðeins að hlýða þeim sem ráða í raun og veru, þ.a.e.s. ríkisstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins tók fyrir löngu síðan ákvörðun um að farið yrði í byggingu hafnar í Bakkafjöru, til þess að geta hagrætt í rekstri ríkisins í Vestmannaeyjum, t.d. yrði sjúkrahúsið lagt niður, verulega fækkað á lögreglustöðinni, skattstjórinn fluttur upp á land osfr. osfr." Lítið dæmi tók viðkomandi fram um hagræðingu í heilbrigðisþjónustu norður í landi, samfara bættum samgöngum. "Eftir að verulegar vegabætur höfðu átt sér stað á milli Húsavíkur og Akureyrar, notaði heilbrigðisráðherra tækifærið, lagði af heilbrigðisþjónustu á Húsavík, með þeim rökum að það væri svo auðvelt að komast þarna á milli, svo núna verða Húsvíkingar að sækja nánast alla sína þjónustu til Akureyrar." Þetta þótti mér nokkuð merkilegt og þó að ég vilji nú ekki taka alveg svona djúpt í árinni, þá er ég sjálfur ekki í vafa um það, að ef þessi höfn verður nothæf, þá verður fækkað ríkisstarfsmönnum í Vestmannaeyjum, það er alveg augljóst.

Bara lítið dæmi um afleiðingar af því þegar það tekur dálítinn tíma að komast í heilbrigðisþjónustu eða aðgerð ef út í það er farið. Fyrir um 8 árum síðan lenti mágkona mín í Fuglafirði, Færeyjum, í því að maðurinn hennar fékk blóðtappa. Ekkert sjúkrahús er í Fuglafirði og sjúkrabíllinn tafðist á leiðinni, sem varð til þess að hann lést, en það tók sjúkrabílinn um þrjú korter að keyra frá Þórshöfn til Fuglafjarðar. Það segir sig sjálft að það að búa á eyju úti ballarhafi, gefur augaleið að hér er algjörlega nauðsynlegt að hafa allt við höndina, annað verður hreinlega ekki samþykkt.

Ég sagði frá því einhvern tímann í haust, að sögusagnir væru komnar af stað um það, að nú þegar væri búið að taka ákvörðun um að auka við þorskkvótann. Þess vegna rak mig í roga stans þegar ég heyrði í sjávarútvegsráðherra, þar sem hann neitaði því, að slík ákvörðun hefði verið tekin. Ég ákvað þess vegna að kanna máið lítillega og mér er sagt að staðan sé þessi: Fyrir jól hafði verið tekin sú ákvörðun að auka þorskkvótann, ekki er komin endanleg tala, en talað er um 20-30 þús. tonn. Málið er hins vegar fast í sjávarútvegsnefnd vegna þess, að fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni vill að viðbótin verði tekin út úr núverandi kvótakerfi og boðin upp á opnum markaði, svo það er engin furða þó að margir séu á þeirri skoðun, að núverandi ríkisstjórn sé löngu sprungin, en það verður afar forvitnilegt að sjá hvernig þetta mál endar, enda eiga Eyjamenn töluverðra hagsmuna að gæta þarna.

Fór á sjó í fyrradag með 16 bala, enda veðurspáin mjög góð, enda gerði afar fallegt veður þegar leið á morguninn. Afli var ágætur eða 2,1 tonn, þar af tæp 1600 ýsa, 300 kg þorsk og ljóst að þorskurinn er farinn að skríða. Ég prófaði að rista á eina hrygnuna og fékk þetta fína hrogn í matinn. Fékk líka 3 lúður og einn hafál, stærsta lúðan viktaði 16 kg og seldist á hvorki meira né minna en 1268 kr. kg. á markaðnum. Góð búbót það.

Meira seinna

htp://georg.blog.is

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.