Bifreið sem stóð við Fífilgötu 3 var skemmd

6.Janúar'09 | 12:21

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Áramótin fóru vel fram, að mestu leiti en eitthvað var um pústra bæði í kringum áramótin og sl. helgi.  Ekki var um nein alvarleg meiðsl að ræða og engar kærur liggja fyrir.

Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni en um varð að ræða þjófnað á farsíma í Höllinni aðfaranótt 28. desember sl.  Um er að ræða vínrauðan Samsung síma.

Ein eignaspjöll eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni en bifreið sem stóð við Fífilgötu 3 var skemmd  með því að brjóta hægra afturljós og hægri hliðarspegil.  Talið er að spjöllin hafi verið unnin þann 3. janúar sl.

Að morgni 29. desember sl. var lögreglu tilkynnt um að bátur hafi strandað í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn.  Reyndist þarna um að ræða Hlödda VE-98 en samkvæmt skipverjum, sem voru tveir, hafði sjálfstýring slegið út þegar þeir voru á leið út úr höfninni með þeim afleiðingum að báturinn lenti upp í fjöru.  Engin slys urðu á fólki en ljóst er að báturinn er eitthvað laskaður.

Að kvöldi gamlársdags var lögreglu tilkynnt um að eldur væri laus í bifreið sem stóð við Illugagötu 25.  Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Eldsupptök eru ókunn en ljóst er að bifreiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt. Engin slys urðu á fólki.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur í vikunni sem leið. Annar 30. desember sl. en hinn 3. janúar sl.   Báðir voru þeir sviptir ökuréttindum til bráðabyrgða.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.