Ákveðin tímamót í loðnuleit

5.Janúar'09 | 14:51

Kap ve VSV

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson fór síðdegis í gær til loðnuleitar ásamt þremur fiskiskipum. Loðnuleitin markar ákveðin tímamót því í fiskiskipunum er nú búnaður sem hefur verið kvarðaður í samræmi við búnað rannsóknarskipsins þannig að samsvörun sé á milli mælinga. Þetta kemur fram á vef LÍU.
Aðeins 270 þúsund tonn af hrygningarloðnu mældust í leiðangri Hafró seint á nýliðnu ári sem þýddi að ekki var grundvöllur fyrir útgáfu kvóta, en reglan er sú að skilja þarf eftir 400 þúsund tonn í sjónum til hrygningar. Lítið er vitað um ástand loðnustofnsins nú og því ekkert hægt að segja til um útlitið fyrir vertíðina, að því er fram kemur á vef LÍU.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.