Afskrifa þarf skuldir í sjávarútvegi

4.Janúar'09 | 11:19

arni

Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir öruggt mál að afskrifa þurfi hluta af skuldum í sjávarútvegi. Hann segir aldrei hægt að koma því þannig fyrir að jafnt gangi yfir alla en vill að megin línan verði sú að menn njóti sama réttar. Hann segir bankana hafa valdið sér vonbrigðum. Þeir vinni of hægt og málin þurfi að klára sem fyrst. Óvissa sé slæm.
Árni Johnsen var gestur á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni á Bylgjunni í morgun. Þar fóru þeir félagar yfir víðann völl og ræddu meðal annars um skuldir útgerðarmanna. Árni sagði að margir Útgerðarmenn hefðu það fyrir sið á vordögum að greiða sínar skuldir. Síðan þegar þeir hafi komið í bankann lentu þeir í sömu gildru og aðrir.

„Þá var sagt við þá að þeir skyldu ekki borga núna heldur kaupa hlutabréf. Síðan var þeim boðið upp á fín lán til þess að kaupa fleiri hlutabréf. Hvað eiga menn að gera þegar bankinn ráðleggur þeim af öllum sínum heilindum með þessum hætti?," spurði Árni og benti á að reynslan væri sú að hægt væri að treysta bönkum.

Hann sagði Útgerðarmenn hafa lent í vandræðum eins og aðrir en þessu uppgjöri þyrfti að ljúka sem fyrst og það þyrfti að vinna þetta hratt. Árni sagði öruggt að afskrifa þyrfti eitthvað af þessum skuldum því annað væri ekki hægt.

„Þetta þarf að vinna hratt og það hefur ekki verið gert að mínu mati. Þáttaka manna hefur líka verið mismunandi í þessu andskotans sjóðasukki ef svo má segja."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.