Árið gert upp, fyrri hluti, samgöngumál

3.Janúar'09 | 11:03

Georg Arnarson

Óska öllum Eyjamönnum sem og landsmönnum gleðilegs nýs árs og farsældar og þökk fyrir það gamla.

Samgöngumálin eru þau mál sem ég hef hvað mest skrifað um á síðasta ári og má því segja að árið hafi endað á sama hátt og það byrjaði; með umræðu um samgöngumál. Ég held að það sé óhætt að segja, að staðan hafi aldrei verið verri heldur en hún er í dag þ.e.a.s. ef við tökum mið frá því, þegar reglulegar ferðir hófust til Þorlákshafnar. Nýjustu hörmungarfregnirnar sem mér hafa verið sagðar er þær, að við komuna til Færeyja í haust hafi "varaskipið" okkar St. Ole, lent í það alvarlegum vélarbilunum að ákveðið hafi verið að úrelda skipið og selja það í brotajárn. Þetta eru að sjálfsögðu afleitar fréttir fyrir okkur og er í raun og veru bara viðbót á hörmungarstöðu okkar í samgöngumálum.

Í nýjasta hefti Siglingastofnunnar, sem mér barst rétt fyrir jól er þessi fyrirsögn: Landeyjahöfn verður til. Þar kemur ma. fram, að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand á Íslandi, þá muni framkvæmdir í Bakkafjöruhöfn halda áfram og þær kláraðar. Hins vegar kemur líka fram, að tveir kostir hafa verið ræddir varðandi ferju að vegna þess að Ríkisstjórn hafi ákveðið að fresta ferjukaupum, þá er staðan þessi:" Annars vegar að nota gamla Herjólf eða hinsvegar að leigja tímabundið ferju sem hentar aðstæðum betur en hann. Til að minnka frátafir verður ferðaáætlun mögulega breytt þannig að skipið sigli um sumartímann í Landeyjahöfn, en að vetrarlagi í Þorlákshöfn þegar tíðafar er rysjóttara." Þetta er í samræmi við óskir bæjarstjórnarinnar um að Bakkafjara hafi forgang og þetta þykir mér alveg furðulegt, því að ég held að flestir geri sér grein fyrir því í dag, að okkur vantar ekki aðra höfn okkur vantar nýja ferju.

Nokkur umfjöllun var á blogginu hjá mér um Bakkafjöru rétt fyrir jól og langar mig að leiðrétta þar eitt atriði. Ég hélt því fram í athugasemd að að jafnaði væri fiskur seldur á mörkuðum uppi á landi á ca. 30% hærra verði heldur en á markaðinum hér í eyjum. Hafði Kári á markaðinum samband við mig og var óhress með þetta og sagði mér að verðmunurinn á þessu ári væri ekki nema 17%, en viðurkenndi um leið í samtali okkar, að bilið hefði minnkað eftir að Herjólfur fór að fara tvær ferðir á dag. Þetta hins vegar gerir það að verkum að það hlýtur að vera nokkuð ljóst, að þó að ferðum kæmi hugsanlega til með að fjölga með Landeyjahöfn, þá mun alltaf að öllum líkindum verða hærra verð uppi á landi og eða eins og ég hef stundum orðað það:" Útgerðarmenn munu landa í Landeyjahöfn, verði boðið upp á það, vegna þess að þá fæst meira fyrir fiskinn.

Ég hafði velt því fyrir mér að taka saman stuttan annál um helstu umræðuefnin á þessari síðu minni sl. ár, en vegna tímaskorts þá ætla ég að kalla þetta fyrri hlutann, enda samgöngumálin okkur mikilvægust. Það sem vakti einn mesta athygli mín á árinu og ég hef ekki skrifað um áður, er furðuleg umræða um Bakkafjöru sem ég varð vitni að á Bæjarstjórnarfundi seinni partinn í juni, þar sem bæjarfulltrúar beggja lista, lýstu yfir áhyggjum að þeim möguleika að það gæti hugsanlega risið löndunarhöfn í Bakka, sem myndi þá keppa við höfnina í Eyjum. Þó nokkrir bæjarfulltrúar úr báðum flokkum tjáðu sig um málið og m.a. var þeirri hugmynd velt upp, að senda spurningarlista á Samgönguráðherra um málið, en fulltrúar beggja flokka lýstu því ítrekað yfir, að slíkt hefði ekkert að segja, því eins og reynslan hefur kennt okkur, þá hafa loforð ráðherra oft ansi lítið að segja þegar uppi er staðið og þegar til lengri tíma er litið. Það furðulegasta samt við þennan fund, er að samt ákvað bæjarstjórnin að senda slíkan lista og var spurningarlistinn og svörin birt í Fréttum í ágúst sl. Þetta hljómar svolítið eins og sýndarmennska af verstu gerð.

Að lokum þetta: Það er svolítið merkilegt að fylgjast með þeim átökum sem eru í sambærilegum málum í Færeyjum. Eins og flestir vita þá gengur Smyril milli Þórshafnar og Suðureyjar, en er með skráða heimahöfn í Suðurey. Fyrir nokkru síðan ákváðu Suðureyingar að neita að borga hafnargjöld skipsins, sem varð til þess að Landsstjórnin hefur ákveðið að setja á dagssektir á hvern bæjarfulltrúa í heimahöfn Smyrils. Maður veltir því upp fyrir sér, hvort ekki sé farinn að vera kominn tími á það að bæjarstjórn Vestmannaeyja fari nú að hysja upp um sig brækurnar og gera eitthvað í samgöngumálum okkar. Ég veit reyndar að íhaldsmenn eiga svolítið erfitt, enda þekktir fyrir að taka engar ákvarðanir aðrar en þær sem búið er að samþykkja af þeim, sem eru hærra settir í flokknum. Dapurlegast er þó að fylgjast með þeim V-listamönnum, sem virðast hafa andast fljótlega eftir síðustu kosningar og kannski gott dæmi um það er, að ég lenti á spjalli við mann í síðustu viku, sem hafði ekki hugmynd um, hverjir sætu í bæjarstjórn fyrir V-listann. En nóg um það.

Meira seinna.

http://georg.blog.is

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is